Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 110

Andvari - 01.06.1963, Síða 110
ARNÓR HANNIBALSSON: Áhrif kenninga I. P. Pavloffs á sovézka sálarfræði Sovézk sálarfræði hóf fyrst að myndast cftir Októberbyltinguna í Rússlandi árið 1917. Þá hófu þarlendir sálfræðingar að athuga, hvernig reisa mætti sálfræðilega kenningu á þjóðlegum og marxískum grundvelli. Sovézkir sálfræðingar rekja því ættir sínar til heimspekingsins og fjöl- fræðingsins Lomonossoffs (18. öld), bylt- ingarmannanna Radíseffs (18. öld) og I Ierzens, bókmenntagagnrýnandans Bé- línskís, hagfræðingsins Tsérnísefskís og lífcðlisfræðingsins Sétsénoffs (19. öld). En hcimspekilegan grundvöll kenningar sinnar finna sovézkir sálfræðingar þó fyrst og fremst í efnishyggjukenningu Marx og Engels. Þegar eftir byltinguna, er marxismi var gerður að hinni einu leyfi- lcgu og ríkjandi kenningu í landinu, hófu rússneskir marxistar að athuga rit Marx og Engels með það fyrir augum að gera þau að hornsteini sovézkrar sálar- fræði. Ber þar fyrstan til að nefna K. N. Korníloff (1879—1957), sem birti árið 1923 bók sína „Nútíma sálarfræði og marxismi". Þetta verk Korníloffs var síð- ar mjög gagnrýnt, og nú þekkir það eng- inn. Þó var það hann, sem hóf hardaga sovézkra sálfræðinga gegn hughyggju, tvíhyggju og mekanisma, og sá bardagi heldur áfram enn þann dag í dag. Á árunum 1920—1930 komu út nokk- ur rit Bekhtéréffs („Samvirk (kollektív) viðbragðafræði" 1922 o. fh), og var höf- uðkenning hans sú, að aðalviðfangsefni sálfræðinnar ætti að vera hegðun manna. En hegðun skýrgreindi hann sem heild eða röð (komplex) af viðbrögðum. Sú kenning fann þó aðeins tímabundinn hljómgrunn meðal sovézkra sálfræðinga, og nú er Bekhtéréff alveg gleymdur. Þegar fór að líða á áratuginn 1920— 1930 varð kór sovézkra sálfræðinga stöð- ugt margraddaðri. Sumir lögðu áherzlu á að kynna sér vinnusálfræði Taylors, aðrir á uppeldis- og sálfræðikenningar Deweys. Voru jafnvel stofnaðir skólar, sem gerðu tilraunir með kenningar De- weys í framkvæmd. Á allt þetta var bundinn skjótur endir með tilskipun miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna frá 4. júní 1936. Tilskipun þessi bannaði allt það, sem nefnt var andvísindaleg pedología, en sálfræðingum og uppeldisfræðingum upp á lagt, að fást þaðan í frá aðeins við marxíska uppcldisfræði og marxíska sál- arfræði. Höfuðástæðurnar fyrir því, að hin svo- kallaða pedología var bönnuð, var sú, eins og sagt var í tilskipuninni, að hún byggðist á andvísindalegum og gervivís- indalegum skoðunum um þróun sálar- lífs mannsins, um áhrif meðfæddra eigin- leika og hæfileika og um áhrif umhverfis á sálarlífið. Ennfremur var sú ástæða upp talin, að pedologían vanrækti þátt upp-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.