Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 110
ARNÓR HANNIBALSSON:
Áhrif kenninga I. P. Pavloffs
á sovézka sálarfræði
Sovézk sálarfræði hóf fyrst að myndast
cftir Októberbyltinguna í Rússlandi árið
1917. Þá hófu þarlendir sálfræðingar að
athuga, hvernig reisa mætti sálfræðilega
kenningu á þjóðlegum og marxískum
grundvelli. Sovézkir sálfræðingar rekja
því ættir sínar til heimspekingsins og fjöl-
fræðingsins Lomonossoffs (18. öld), bylt-
ingarmannanna Radíseffs (18. öld) og
I Ierzens, bókmenntagagnrýnandans Bé-
línskís, hagfræðingsins Tsérnísefskís og
lífcðlisfræðingsins Sétsénoffs (19. öld).
En hcimspekilegan grundvöll kenningar
sinnar finna sovézkir sálfræðingar þó fyrst
og fremst í efnishyggjukenningu Marx
og Engels. Þegar eftir byltinguna, er
marxismi var gerður að hinni einu leyfi-
lcgu og ríkjandi kenningu í landinu,
hófu rússneskir marxistar að athuga rit
Marx og Engels með það fyrir augum
að gera þau að hornsteini sovézkrar sálar-
fræði. Ber þar fyrstan til að nefna K. N.
Korníloff (1879—1957), sem birti árið
1923 bók sína „Nútíma sálarfræði og
marxismi". Þetta verk Korníloffs var síð-
ar mjög gagnrýnt, og nú þekkir það eng-
inn. Þó var það hann, sem hóf hardaga
sovézkra sálfræðinga gegn hughyggju,
tvíhyggju og mekanisma, og sá bardagi
heldur áfram enn þann dag í dag.
Á árunum 1920—1930 komu út nokk-
ur rit Bekhtéréffs („Samvirk (kollektív)
viðbragðafræði" 1922 o. fh), og var höf-
uðkenning hans sú, að aðalviðfangsefni
sálfræðinnar ætti að vera hegðun manna.
En hegðun skýrgreindi hann sem heild
eða röð (komplex) af viðbrögðum. Sú
kenning fann þó aðeins tímabundinn
hljómgrunn meðal sovézkra sálfræðinga,
og nú er Bekhtéréff alveg gleymdur.
Þegar fór að líða á áratuginn 1920—
1930 varð kór sovézkra sálfræðinga stöð-
ugt margraddaðri. Sumir lögðu áherzlu
á að kynna sér vinnusálfræði Taylors,
aðrir á uppeldis- og sálfræðikenningar
Deweys. Voru jafnvel stofnaðir skólar,
sem gerðu tilraunir með kenningar De-
weys í framkvæmd.
Á allt þetta var bundinn skjótur endir
með tilskipun miðstjórnar Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna frá 4. júní 1936.
Tilskipun þessi bannaði allt það, sem
nefnt var andvísindaleg pedología, en
sálfræðingum og uppeldisfræðingum upp
á lagt, að fást þaðan í frá aðeins við
marxíska uppcldisfræði og marxíska sál-
arfræði.
Höfuðástæðurnar fyrir því, að hin svo-
kallaða pedología var bönnuð, var sú,
eins og sagt var í tilskipuninni, að hún
byggðist á andvísindalegum og gervivís-
indalegum skoðunum um þróun sálar-
lífs mannsins, um áhrif meðfæddra eigin-
leika og hæfileika og um áhrif umhverfis
á sálarlífið. Ennfremur var sú ástæða upp
talin, að pedologían vanrækti þátt upp-