Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 118

Andvari - 01.06.1963, Side 118
116 ARNÓR HANNIBALSSON ANDVARI sóknum, að í heilanum séu lokuð kerfi taugatengsla, sem hafa komizt á fyrir áhrif af viðbrögðum af konkret áreitum og einnig kerfi fyrir áhrif orða-áreita, og eigi þessi kerfi fulltrúa í heyrnar-, sjón- og tal-analýsatorum. Ahrif áreitis á ein- hvern hluta þessa kerfis vekur spennu og dreifingu, sem hrindir því til starfa og hefur í för með sér hreyfingu á ein- hverju líffæri eða hluta líkamans eða þá hreyfingu talfæranna. Þessi kenning er físíólógísk undirstaða tals og notkunar orða. Tilraunir hafa einnig verið gerðar til þess að rannsaka, hvernig orðið sem stað- gengill hlutlægra áreita alhæfir (Krasno- gorskí o. fl.). Þeir hafa þótzt komast að þeirri niðurstöðu, að orðið sem staðgeng- ill komi aðeins í staðinn fyrir eðlislæg og almenn einkenni hlutaflokka, og hafi þess vegna í sér fólgna alhæfingu. Þá hafa sovézkir sálfræðingar gert til- raunir til þess að komast að raun um, hvernig ferlum greiningar og tengingar sé háttað í öðru merkjakerfinu. Ein slík tilraun var fólgin í eftirfarandi: Þegar gefinn var tónn, 500 hljóðöldur á sek- úndu, átti sá, sem tilraunin var gerð á, að ýta á hnapp, en tekið var fram, að við hærri tóna ætti ekki að ýta á hnapp- inn (tilraun Alexéénko). Síðan var skyndi- lega gefinn tónn 490 hljóðöldur á sek. Hinn rannsakaði ýtti þá hiklaust á hnapp- inn. Það endurtók sig ætíð, þar til gefin var skipun um það, að bannið gilti einnig um lægri tóna. Eftir það gaf hinn rann- sakaði strax rétt viðbragð. Þessa tilraun hefur reynzt ókleift að gera á dýrum. Höfuðályktunin af þessari tilraun er sú, að orðið (annað merkjakerfið) hafi úrslitaáhrif á greiningu tónanna og einnig á tengingu (ályktun af greiningunni er sú, að ýta beri á hnappinn aðeins við 500 hljóðaldna tón). En almennari álykt- un af þessari og svipuðum tilraunum er sú, að greining og tenging sé liöfuðferli hugsunarinnar. Maðurinn öðlast þannig konkreta þekkingu á hlutunum fyrir tilstilli fyrra merkjakerfisins, en jafnframt tengir hann einkenni þeirra við orð, og orðið ásamt empírískri reynslu (inntak þess, merking þess) myndar sértekið hugtak, höfuðþátt hugsunarinnar. Sovézkir sálfræðingar kenna, að skynj- unin sé huglæg mynd (image) hins hlut- læga veruleika. Þessi mynd er árangur af starfsemi heilans. Hún myndast um leið og taugastraumur breytist í stað- reynd vitundarinnar. Þessi skynmynd er lífeðlisfræðilega-sálrænt fyrirbrigði. Orð mannlegs máls eru svo form fyrir þessa afurð sértekningar, greiningar og teng- ingar, sem heilinn framkvæmir. Orðið skrásetur árangur af þekkingarstarfsemi heilans. Orðið breytir hinni konkretu skynmynd í sértekið hugtak. Rannsóknir á tengslum fyrra og annars merkjakerfis- ins sýna fram á, hvernig þessi breyting úr konkret-empírískri skynmynd í sér- tekið hugtak á sér stað. Orðið alhæfir og er jafnframt áþreifanlegur berandi hugs- unarinnar. Orðið gerir mönnum kleift að öðlast þekkingu á eðli hlutanna, á lögmálum, sem þeir lúta. „Maðurinn skynjar raunveruleikann með fyrra merkjakerfinu, en síðan gerist hann herra hans fyrir tilstilli annars merkjakerfisins (orð, tal, vísindaleg hugsun).“ (Pavloff, Pavloffskir miðvikudagar, I, bls. 239). Eins og við sjáum, þá eru skynmynd, orð og innihald hugtaks (merking orðs- ins) þrjú aðskiljanleg hugtök. OrÖið er aðeins efnislegur búningur hugtaksins, sem er afurð af starfsemi heilans, og á sér tilveru í einhvers konar heimi hugmynd- anna. Ekki verður annað séð, en hér sé um einhvers konar platónisma að ræða,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.