Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 6

Andvari - 01.06.1966, Side 6
4 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI eins og annarra íslendinga til hinna fornu höfðingjaætta hér á landi og stór- höfðingja í Noregi. Þau Thor Jensen og Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir felldu hugi saman og giftust hinn 21. maí 1886. Thor Jensen varð einhver mesti, ef ekki mesti frarn- kvæmdamaður, sem á íslandi hefur lifað, frumkvöðull um innlenda verzlun, í útgerð, í ræktun og urn menningarlega meðferð mjólkur. Hann var maður óvenjulega hugmyndaríkur, frábær reikningsmaður og undi sér helzt ekki nema hann stæði í stórframkvæmdum. Þau tæp 600 ár, sem samband Islands og Dan- merkur stóð, hefur trauðlega önnur betri sending komið hingað frá Danmörku en Thor Jensen. Margrét Þorhjörg var kona föst fyrir, rólynd og eiginmanni sínum hollur ráðgjafi. Hjónaband þeirra var svo farsælt sem bezt mátti verða. Steinunn móðir Margrétar hjó á heimili þeirra unz hún andaðist í hárri elli. Þau Thor og Margrét bjuggu saman langa lífdaga og máttu helzt ekki hvort af öðru sjá. Margrét dó hinn 14. október 1945 og Thor 12. september 1947. Það sýnir hugðarefni Thors Jensens á meðan hann var verzlunarstjóri í Borgarnesi og bjó í húsi því, þar sem Jón Björnsson frá Bæ hélt síðan löngum uppi mikilli rausn, að hann valdi tveim sonurn sínurn, sem eru þar fæddir, nöfn úr fornum ritum Islendinga: Kjartani úr Laxdælasögu og Ólafi Tryggvasyni úi Heimskringlu. Urðu þeir hræður síðan lengi samferða í lífinu, voru samtímis í skóla, giftust á sama degi, bjuggu um langt árabil í sama lnisi og voru alla ævi mjög samrýmdir eins og raunar þau systkin öll. Því að löngum var til þess vitnaÖ og stundum að því fundið, að ættartengsl þeirra væru óvenju sterk. Þann samhug tóku þau með sér úr foreldrahúsum. Ólafur Thors óx upp með foreldrum sínum, en við hýsna misjafnan hag. Þegar Thor Jensen hætti störfum í Borgarnesi stofnaði hann eigin verzlun á Akranesi, en varð þar gjaldþrota og fluttist þá til Hafnarfjarðar. Stundum var þá þröngt í búi, og taldi Thor þá ekki eftir sér að róa sjálfur til fiskjar í því skyni að afla matar handa ört vaxandi fjölskyldu sinni. I Reykjavík settust þau hjón að árið 1901, og varð Thor fljótlega einn af umsvifamestu kaupsýslumönnunr hér í bæ. Hann keypti hús það, sem Pétur biskup Pétursson áður fyrri hafði búið í, þar stendur Reykjavíkur apótek nú. Thor stofnaði verzlunina „Godthaah“ í hiskups- húsinu og hjó þar í fyrstu sjálfur á efri hæð. Brátt keypti hann einnig „gamla póst- húsið“ og flutti íhúð sína þangað, Hótel Borg stendur nú á þeirri lóð, en „gamla pósthúsið" er komið inn í Laugarás eftir að hafa allmörg ár verið suður í Skild- inganesi. Nokkrum árum síðar hyggði hann sitt glæsilega íbúðarhús við Frí- kirkjuveg 11, sem þá og lengi síðar var glæsilegasta og bezt búna íbúðarhús á Is- landi. Má segja, að eftir að til Reykjavíkur kom, hafi Ólafur alizt upp við betri kjör en flestir jafnaldrar hans hér á landi. I Reykjavík gekk Ólafur í skóla, fyrst í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.