Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 11
ANDVAEI
ÓLAFUR THORS
9
útgerðarmanna kunnastir meðal almennings. Menn voru þá óvanir slíkum stór-
hug á Islandi. Allir báru þeir bræður sig svo vel, að eftir þeim var tekið, og þótr
sumir býsnuðust yfir velgengni þeirra og ímýndaðri eyðslu, þá voru þeir þekktir að
örlyndi og löngun til að leysa hvers inanns vanda, enda eru þeir ótaldir, sem
telja sig eiga þeim feðgum ýmiskonar þakkarskuld að gjalda.
Þegar fram á þriðja tug aldarinnar kom, batzt hugur Thors Jensens mjög
við hinar miklu ræktunarframkvæmdir á Korpúlfsstöðum. Eftir það sást hann
lítt á almannafæri hér í Reykjavík, enda lét hann almenn mál þá lítið til sín
taka. Hann var einu sinn kosinn í bæjarstjóm Reykjavíkur, og var sagt, að hann
hefði mætt á fyrsta fundi eftir kosningu, talað þar í öllum málum, komið vilja
sínum lítt fram og ekki sýnt sig í bæjarstjórn eftir það. Því meira kvað að honum
í drepsóttinni miklu haustið 1918. Þá átti hann meiri þátt í hjálparstarfsemi og
sýndi bágstöddum meiri gjafmildi heldur en menn áður höfðu átt hér að venjast.
A þessúm árum voru synir hans enn ungir að árum, og var í almennings-
augum lítt greint á milli þeirra. Snemma skar Olafur sig þó úr um forustu í
félagsmálum. Hann varð formaður í Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda
og þar með oddviti stéttarbræðra sinna um ýmis sameiginleg hagsmunamál, þ. á m.
fulltrúi þ eirra í vinnudeilum. Lenti hann þá m. a. í harðri deilu við æskuvin sinn
Gísla Jónsson vélstjóra. Urðu af þeim sökum fáleikar með þeim um nokkurt árabil,
þótt þeir endurnýjuðu síðan vináttu sína, og enn síðar tókust með þeim tengdir,
þegar Þorsteinn sonur Gísla gekk að eiga Ingibjörgu dóttur Ólafs.
Ólafur var frá bernsku einlægur aðdáandi Hannesar Flafsteins, en flokks-
maður Heimastjórnar var hann ekki meiri en svo, að 1918 greiddi hann að eigin
sögn atkvæði á móti sambandslagafrumvarpinu, af því að honum fannst það
ganga of skamrnt í sjálfstæðisátt handa Islendingum. Hann hafði heldur aldrei
miklar mætur á Jóni Magnússyni, þáverandi foringja Fleimastjórnarmanna;
Ólafi þótti hann skorta skörungsskap og vilja stundum vera helzt til hygginn.
Ólafur mat hins vegar Jón Þorláksson ætíð manna mest. Ólafi sárnaði
t. d., að Hannes Flafstein hefði eitt sinn í kunningjahóp átt að tala um kaldrana-
hátt Jóns Þorlákssonar, og hefði Hannes þá auðheyrilega ekki vitað, að enginn
bar til hans sannari hlýhug en Jón. Ólafur hafði hins vegar gaman að tveimui
sögum um fyrstu kynni manna af Jóni. Sjálfur sagðist liann hafa talað við Jón
í fyrsta skipti, er þeir voru á leið á fund Fleimastjómarmanna til að ræða um
framboð við þingkosningar i Reykjavík 1919. Þá hafði Jón kallað til sín og beðið
sig um að verða sér samferða og síðan sagt eitthvað á þessa leið:
,,Ég vona það, Ólafur Thors, að þér styðjið ekki Láms H. Bjarnason, mann-
inn sem drap Hannes Hafstein".
Með þessum áróðri Jóns hófst náin samvinna þeirra, er stóð meðan báðii