Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 21

Andvari - 01.06.1966, Side 21
ANDVARI ÓLAFUR THORS 19 þegar þar að kom, var Páll fallinn í valinn sökum veikinda, en málinu bjargað með því, að Hjalti hafði fallizt á að kjósa Jón Þorláksson. Þegar Jón Þorláksson hafði verið kosinn borgarstjóri, gekk hann í endumýjungu lífdaga og var ófeim- inn við að láta uppi, hversu sér félli betur að undirbúa hinar miklu verklegu framkvæmdir Reykjavíkurbæjar, svo sem Sogsvirkjun og Hitaveitu, heldur en endalaust þóf á Alþingi. Engu að síður heimilaði hann Ólafi Thors að lýsa yfir því í útvarpsumræðum fyrir þingkosningar 1934, að hann mundi taka að sér stjórnarmyndun eftir kosningar, ef Sjálfstæðismenn fengju sigur. Var Jón þó sjálfur ekki í kjöri við þær kosningar, enda var landskjörið í sinni upphaflegu mynd lagt niður með stjómarskrárbreytingunni 1934, en Jón hafði verið lands- kjörinn þingmaður frá því á árinu 1926. Allt kom fyrir ekki. Urslitin urðu Sjálfstæðismönnum í óhag. Þeir fengu 42,3% atkvæða og 20 þingmenn, Framsóknarflokkurinn fékk 21,9% og 15 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 21,7% atkvæða og 10 þingmenn, Bændaflokkur- inn 6,4% atkvæða og 3 þingmenn, Kommúnistaflokkurinn 6% og engan þing- mann, Þjóðernissinnaflokkurinn 0,7% atkvæða og engan þingmann og utan flokka menn 1% og 1 þingmann. Þar sem Framsóknar- og Alþýðuflokksmönnum tókst að teygja til fylgis við sig einn af þingmönnum Bændaflokksins (Magnús Torfason) og utan flokka manninn (Asgeir Ásgeirsson), höfðu þessir flokkar nægan þingstyrk til stjómarmyndunar og afgreiðslu mála á Alþingi, og var stjóm Hermanns Jónassonar mynduð þá um sumarið. Flófst nú enn hörð stjómarandstaða Sjálfstæðismanna, að þessu sinni undir yfirlýstri forystu Ólafs Thors. Snemma þings haustið 1934 flutti Ólafur frumvarp til laga um fiskiráð, og skyldi því ætlað að rannsaka og gera tillögur um breyttar og nýjar aðferðir um framleiðslu og sölu sjávarafurða, útvegun nýrra markaða og annað sem lýtur að vexti og viðgangi sjávarútvegsins. í ítarlegri greinargerð var eðli vandamálanna skýrt og rætt um helztu úrræði, m. a. framleiðslu á frystum og hertum fiski. Frumvarp Ólafs varð ekki útrætt á þinginu, en í þess stað samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Fiskimálanefnd, sem kom síðar fram, en fjallaði um sama vanda. Um þessi mál og önnur urðu miklar deilur. Meðal þeirra mála, sem hin nýja ríkisstjórn beitti sér fyrir, var setning lög- gjafar um sölu og meðferð mjólkur og mjólkurafurða. Var þetta tækifæri notað til þess að gera hinn blómlega búskap Thors Jensens á Korpúlfsstöðum óarð- bæran. Skarst mjög í odda í umræðum um þetta mál, en enn var haldið áfram að draga einkafjármál þeirra feðga inn í stjómmálaumræðurnar, því að nú voru hafnar árásir á h.f. Kveldúlf, sem lyktaði með því, að undir forystu Héðins Valdi- marssonar var á Alþingi 1937 af hálfu Alþýðuflokksins flutt lagafrumvarp um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.