Andvari - 01.06.1966, Page 22
20
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVAIU
að félagið skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Hinn 28. maí 1936 höfðu fjölmenn-
ustu verkalýðsfélögin í Reykjavík efnt til mikils útifundar í barnaskólaportinu,
þar sem togaraútgerðarmenn, og þá ekki sízt eigendur Kveldúlfs, voru ásakaðir
um að valda atvinnuleysi með því að halda ekki skipum sínum nógu lengi út til
veiða. Ólafur fór einn síns liðs á fund þennan og vann þar frægan sigur. Þá varð
honum og mjög til styrktar fundur urn Kveldúlfsmálið, sem Vörður hélt hinn
24. janúar 1937. Fundinn skyldi halda í Gamla bíó og fylltist það þegar svo, að
opna varð VarÖarhúsið, og var þar komið fyrir gjallarliornum. Framsóknarmenn
vildu, er á reyndi, ekki fallast á hina harkalegu meðierð á Kveldúlfi, og urðu
lyktir málsins þær, að Kveldúlfur samdi við Landsbankann um skuldagreiðslu
og þeir bræður Richard og Ólafur fóru til Englands til að afla fjár til byggingar
síldarverksmiðju á Hjalteyri, sem reist var vorið 1937, á skemmri tíma en menn
þá áttu hér að venjast um slíkar stórframkvæmdir.
Urslit Kveldúlfsmálsins áttu sinn þátt í dvínandi vináttu Framsóknar- og
AlþýÖuflokks. Var af þeim sökurn efnt til kosninga vorið 1937. Þær fóru þannig,
að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 41,3% atkvæða og 17 þingmenn, Framsóknar-
flokkurinn 24,9% atkvæða og 19 þingmenn, Alþýðuflokkurinn 19,0% atkvæða
og 8 þingmenn, Kommúnistaflokkurinn 8,5% atkvæða og 3 þingmenn, Bænda-
flokkurinn 6,1% atkvæða og 2 þingmenn, Þjóðemissinnar fengu 0,2% atkvæða.
Eftir þessar kosningar höfðu Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn enn
meirihluta á þingi eða 27 af 49 þingmönnum. Samkomulag þeirra fór þó stöðugt
versnandi. Þegar Framsóknarflokkurinn veturinn 1938 samþykkti með Sjálf-
stæðismönnum lög um gerðardóm í sjómannaverkfalli, þá dró Alþýðuflokkurinn
mann sinn úr ríkisstjóminni, eins og komizt var að orði. Fór þá Framsóknarflokk-
urinn einn með stjórn um hríð.
Strax eftir kosningarnar 1937 hafði það gerzt til nýlundu, að Jónas Jónsson,
sem áður hafði veriÖ hatrammasti andstæðingur Sjálfstæðismanna, tók að vin-
mælast við þá. Réðu því annars vegar málefnalegar ástæður, er hann sá, að
sundur dró með Framsókn og AlþýÖuflokki. Hins er og að minnast, að eftir
kosningamar 1934 hafði Alþýðuflokkurinn gert að skilyrði fyrir stuðningi sín-
um við ríkisstjórnina, að Jónas ætti þar ekki sæti. Hafði hann þá eftirlátið tveim
ungurn þingmönnum ráðherrasæti, þeirn Hermanni Jónassyni og Eysteini Jóns-
syni. Við kosningarnar 1937 hafði Alþýðuflokkurinn beðið slíkan hnekki, að
hann va.r þess ekki umkominn að endurtaka skilyrði um mannaval úr hópi
Framsóknarmanna. Hafði Jónas því þreifað fyrir sér hjá skjólstæðinguin sínum,
Hermanni og Eysteini, og fljótt orðið þess var, að þeir höfðu báðir í huga að
sitja sem fastast í ráðherrastólunum.
Jónas leitaði í fyrstu einkum til Magnúsar Guðmundssonar, en eftir and-