Andvari - 01.06.1966, Síða 23
ANDVARI
OLAFUR THORS
21
lat hans 1 desember 1937 tok að verða mun tiðara með þeim Ólafi Thors en
áður hafði verið. Örðugleikar ríkisstjórnarinnar á erfiðum tímum, með heims-
styrjöld yfirvofandi, ýttu mjög undir. Snemma árs 1939 voru teknar upp beinar
samningaviðræður um myndun samsteypustjómar Framsóknarflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Þrengingar útvegsmanna og sannfæring þeirra urn
ranga gengisskráningu hvöttu Ólaf Thors til slíkrar samningsgerðar af hálfu
Sjálfstæðismanna. En um það er ekki að villast, að upphafsmaður þessara um-
leitana og hins breytta andrúmslofts, sem var forsenda þeirra, var Jónas Jónsson.
Þegar til átti að taka, reyndust Sjálfstæðismenn hins vegar mjög klofnir
í afstöðu til slíkrar stjómarmyndunar. Ýmsir töldu, að Framsókn væri komin
að uppgjöf, og fráleitt væri að rétta henni hjálparhönd um stjóm landsins fyrr
en að afloknum kosningum. Meginþorri kjósenda flokksins í Reykjavík mátti
ekki heyra Framsókn nefnda til neins samstarfs. Hér við bættist, að forystumenn
verzlunarstéttarinnar litu á gengisfellingu sem beint tilræði við sig, þar sem
þeir í gjaldeyrisvandræðum og við minnkandi tiltrú þjóðarinnar erlendis höfðu
til hins ítrasta notað lánstraust sitt þar í því skyni að afla landinu nauðsynja.
Ef gengið yrði fellt, mundu þeir þess vegna hljóta af því stórfellt tjón. Vegna
alls þessa urðu mikil átök um það innan Sjálfstæðisflokksins, hvort gengið skyldi
til stjómarmyndunar með hinum flokkunum tveimur. Mátti lengi ekki á milli
sjá, hvorir ofan á yrðu. Þingflokkurinn greindist í tvo hluta, og hélt hvor hlut-
inn um skeið fundi út af fyrir sig. Töldu andstæðingar samvinnunnar sig lengst
af í ömggum meirihluta, en líklegra er, að Ólafur hafi ætíð vitað, að hann
mundi hafa nægan liðsafla, þegar á reyndi. En sjaldan eða aldrei þurfti hann
meira á þreki, þolinmæði og lipurð að halda en í þessari viðureign, bæði til þess
að ná samningum á milli flokkanna og að fá allan þingflokk Sjálfstæðismanna
til að una samvinnunni eftir að hún hafði verið ákveðin. Raunin varð sú, að
hinn 17. apríl 1939 var hin svonefnda þjóðstjóm mynduð með forsæti Her-
manns Jónassonar. Átti þar af hálfu Framsóknarflokksins einnig sæti Eysteinn
Jónsson, Stefán Jóhann Stefánsson af hálfu Alþýðuflokksins og Ólafur Thors
og Jakob Möller af hálfu Sjálfstæðismanna. Jakob hafði verið einn þeirra, sem
voru á móti stjómarmynduninni. En ekki sízt að ráðum og með atbeina Ama
Jónssonar frá Múla, sem einnig hafði mjög beitt sér gegn þessum ráðagerðum,
varð samkomulag um, að Jakob skyldi gerast ráðherra og þar með staðfesta
stuðning alls þingflokksins við liina nýju ríkisstjór-n.
Bezt yfirlit um viðfangsefnin og þann ágreining, sem leysa þurfti við
stjómarmyndunina, fá menn með að lesa þessar yfirlýsingar, sem þá vom gefnar.
Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, sagði m. a.:
„Ríkisstjórnin telur, að meginviðfangsefni hennar verði fyrst og fremst: