Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 29
ANDVARI
ÓLAFUR THORS
27
hervernd landsins, eins og Bretar fóru fram á hinn 24. júní 1941. Kom þar hvort
tveggja til: Stuðningur Olafs við málstað Vesturveldanna og sú skoðun hans, að
sökum þess að Bandaríkin voru þá enn hlutlaus horfði slíkur samningur í hlut-
leysisátt og til þess að draga ófriðarhættu frá íslandi.
Hervemdarsamningurinn var staðfestur á Alþingi og af ríkisstjóm hinn 10.
júlí 1941. Áður urn vorið, í maí, hafði orðið að ráði að fresta kosningum til Al-
þingis, þ. e. framlengja umboð þingmanna, vegna þess hvemig ástatt var, landið
hemumið og yfirvofandi að það drægist í bein hernaðarátök. Meginþorri þing-
manna var þá þessari ákvörðun sammála, enda stóðu allir flokkar að ríkisstjórn-
inni þá nerna kommúnistar, sem einnig snerust gegn kosningafrestuninni. Þegar
fram á haustið kom, fór að hrikta í stjómarsamvinnunni. í kjölfar hinnar
miklu atvinnu, sem skapaðist við margháttaðar vamarframkvæmdir, fylgdu hækk-
anir á kaupi ög verðlagi. Vildu þá ýmsir láta bregðast hart við og beita lögþvingun
til að koma í veg fyrir verðbólgu. Framsóknarmenn höfðu forystuna um þær lög-
þvingunarráðagerðir, og þegar þær náðu ekki fram að ganga um haustið 1941,
baðst Hermann Jónasson lausnar fyrir sig og stjórn sína, en endurreisti hana síðan
aftur með öllu óbreytta fyrir forgöngu ríkisstjórans, Sveins Björnssonar.
Þegar fram yfir áramót kom, þótti þó ekki lengur fært að láta við svo búið
sitja, og samþykkti þá ríkisstjórnin með atkvæðum allra nema Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, fulltrúa Alþýðuflokksins, að setja hinn 8. janúar 1942 bráðabirgða-
lög urn gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Stefán Jóhann Stefánsson
baðst þegar lausnar, og tók Ólafur Thors þá við meðferð utanríkismála en sleppti
nokkrum málum, er hann áður hafði farið með sem atvinnu- og samgöngumála-
ráðherra.
Verkalýðshreyfingin brást hið versta við setningu gerðardómslaganna. And-
stöðu hennar fylgdi allmikill órói í Reykjavík og meðal annars vinnustöðvun í
prentsmiðjum þar. í janúarlok áttu hins vegar að fara fram bæjarstjórnarkosning-
ar, og varð það til þess, að hinn 17. janúar voru sett bráðabirgðalög um frestun
bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík með svofelldri greinargerð:
„í Reykjavík er vinnustöðvun í prentsmiðjum, svo að einungis blöð eins
stjómmálaflokks geta komið út með venjulegum hætti. Nú er það eitt af gmnd-
vallaratriðum í stjómarfari landsins, að eigi séu óeðlilegar hömlur á því, að menn
geti látið í ljós skoðanir sínar og að almenningur eigi á þann veg þess kost að
fylgjast með þeirn athurðum, er gerast, og kynnast frjálsri túlkun þeirra. Þar
sem kornið hefur verið í veg fyrir, að svo geti orðið í Reykjavík, leiðir þar af,
að á rneðan svo stendur getur ekki talizt réttmætt að frarn fari almennar kosn-
ingar í bænum. Telur ríkisstjórnin því, að fresta beri bæjarstjórnarkosningum