Andvari - 01.06.1966, Page 30
28
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
þeini, sem áttu að fara fram 25. jan. n. k., þar til liæfilegum tíma eftir að lýkur
því óeðlilega ástandi, sem nú ríkir.“
Þessi bráðabirgðalög voru sett samkvæmt tillögum og á ábyrgð Jakobs
Möllers, sem tekið bafði við sveitarstjórnarmálum eftir að Stefán Jóhann Stefáns-
son hvarf úr ríkisstjóm. En venju samkvæmt voru þau borin undir ríkisstjóm-
ina alla, og töldu Framsóknarmenn sér ekki fært að fallast á útgáfu þeirra, nema
því aðeins, að Sjálfstæðismenn bétu því á móti að eiga ekki á kjörtímabilinu hlut
að setningu löggjafar um nýja kjördæmaskipun. Framsóknarmenn töldu þá lík-
legt eða nær víst, að Alþýðuflokksmenn mundu bera fram tillögu um stjómar-
skrárbreytingu þessa efnis, þegar Alþingi kæmi saman. Um þetta skarst í odda
innan ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn töldu, að fráleitt væri að áskilja sér
umbun fyrir stuðning við svo sjálfsagt réttlætismál sem frestun bæjarstjómar-
kosninga eins og á stóð. Framsóknarmenn litu á skilorð sitt sem eðlilega varúð
á viðsjálum tímum. Endirinn varð sá, að Olafur Thors gaf þeim yfirlýsingu
um viðhorf ráðheiTa Sjálfstæðisflokksins til bugsanlegra tillagna um kjördæma-
breytingu, sem þeir töldu sér fullnægjandi, en fullyrtu síðar, að ekki hefði
verið staðið við.
Raunin varð sú, að þegar þing kom saman var af Alþýðuflokksins hálfu
flutt frumvarp um stjórnarskrárbreytingu til endurbóta á kjördæmaskipuninni.
Um afgreiðslu þess hófst mikið þóf á þinginu, bæði innan flokka og á milli
flokka. Yfirgnæfandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins krafðist þess, að þetta tæki-
færi til leiðréttingar á kjördæmaskipuninni yrði notað, svo fremi sem þingkosn-
ingar á annað borð færu fram. Framsóknarmenn vildu hins vegar ekki fresta
þingkosningum lengur, þar sem þeir sögðu fylgi yfirgnæfandi meirihluta þing-
heims við kosningafrestun ætíð hafa verið forsendu fyrir slíkri frestun. Afleið-
ingin af öllu þessu varð sú, að stjómarskrárbreytingin var samþykkt á Alþingi
um vorið 1942 í fullri óþökk Framsóknar og með miklum svigurmælum af þeirra
hálfu í garð Ólafs Thors um brigðmælgi. Þau brigzl urðu því harðari, þegar
það kom í hlut Ólafs að mynda minnihluta ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins í því
skyni að koma málinu fram. Ölafur taldi Framsóknarmenn mega sjálfum sér
um kenna, að til stjórnarskrárbreytingar kæmi, því að efnisskilyrði fyrir kosn-
ingafrestuninni væri enn fyrir hendi. Fiann hefði auk þess í allra lengstu lög
reynt að ná samkomulagi við Framsókn um kjördæmabreytinguna. Hitt væri
ekki á valdi sínu að stöðva framgang hennar úr því, sem komið væri.
Hinn 16. maí 1942 tilkynnti Ólafur Thors á Alþingi myndun sinnar fyrstu
ríkisstjómar og sagði m. a.:
„. . . hef ég myndaö nýtt ráðuneyti, og er það svo skipaÖ, að auk mín eiga
sæti í því alþingismennirnir Jakob Möller og Magnús Jónsson.