Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 41

Andvari - 01.06.1966, Síða 41
ANDVAPJ ÓLAFUR THORS 39 órsson, menntamálaráðherra í stjórn dr. Björns Þórðarsonar, hafði á sínurn tíma sldpað. Þrátt fyrir samstarf að endumýjun atvinnutækja og margháttaðri nytja- löggjöf, leyndi sér ekki, að ýmsir misbrestir voru á. Snemma árs 1946 voru harð- sóttar bæjarstjómarkosningar í Reykjavík; hlutu Sósíalistar þar ekki þann vinning, sem þeir höfðu talið sér vísan. Verðbólgan fór og vaxandi. Varð allt þetta til þess, að heitorð stjórnarsamningsins um vinnufrið var miður haldið en menn höfðu vonað. Þingkosningar fóru fram hinn 30. júní 1946. Hlutu Sjálfstæðismenn þá 39.4% atkvæða og 20 þingmenn, Framsóknarflokkur 23.1% og 13 þing- menn, Sósíalistaflokkur 19.5% atkvæða og 10 þingmenn og Alþýðuflokkur 17.8% atkvæða og 9 þingmenn. Síðar um sumarið leituðu Bandaríkjamenn eftir því að ná samningum urn áframhaldandi not þeirra af Keflavíkurflugvelli. Réttarstaðan var óvissari en ella, vegna þess dráttar, sem fyrirsjáanlegt var að verða mundi á friðarsamn- ingum við Þjóðverja. Ólafur Thors lagði á það áherzlu, að úr þeirri óvissu yrði skorið, en taldi ekki fært að synja með öllu afnotum Bandaríkjanna af vellin- um, bæði sökunr óvissu tímanna og nauðsynjar Bandaríkjanna á að halda sambandi við lið sitt í Evrópu. Fyrir öllum þessum málum gerði Ólafur Thors grein á fundi í sameinuðu Alþingi hinn 20. september 1946, þegar til umræðu var tillaga til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjómina til að gera samning við Bandaríki Ameríku um niðurfelling herverndarsamn- ingsins frá 1941 o. fl. Ólafur sagði þá m. a.: „I júlímánuði 1941 var hinn svonefndi hervemdar-samningur gerður milli ríkisstjómar íslands og forseta Bandaríkjanna. I bréfi ríkisstjómar íslands til forseta Bandaríkjanna segir m. a.: „Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burt af íslandi með allan herafla sinn á landi og sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið." Hinn 1. október 1945 bar stjórn Bandaríkjanna frarn óskir um að stjóm ís- lands tæki upp viðræður við stjóm Bandaríkjanna um leigu til langs tíma á þrem tilgreindum herstöðvum hér á landi. Tilmælum þessum svaraði ríkisstjórnin hinn 6. nóvember s.l. á þá leið, að hún sæi sér ekki fært að verða við þeim, og eftir að sendiherra íslands í Washington samkvæmt ósk stjórnar Islands hafði rætt málið við stjóm Bandaríkjanna, tilkynnti hann stjóm íslands hinn 8. des. s. 1., að stjóm Bandaríkjanna hefði fallizt á að stöðva málið a. m. k. í bili. f júlímánuði s. 1. var dvöl Bandaríkjahersins á fslandi gerð að umræðuefni á Alþingi. f sam- bandi við þær umræður gaf ég hinn 25. júlí svo hljóðandi yfirlýsingu: „Ríkisstjórnin mun svo fljótt sem auðið er, hefja viðræður við stjóm Banda- ríkjanna um fullnægingu og niðurfellingu herverndarsamningsins frá 1941 og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.