Andvari - 01.06.1966, Page 44
42
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
sömu skoðunar og Ólafur Thors, að æskilegra hefði verið að endurreisa gömlu
stjómina, ef mögulegt hefði reynzt á viðhlítandi veg. Sárindi Ólafs lýstu sér
m. a. í því, að hann féklc sig ekki til að þiggja boð um að vera viðstaddur komu
fyrsta nýsköpunartogarans, skömmu eftir að hin nýja stjórn hafði tekið við.
Fálæti Ólafs hafði hins vegar ekki áhrif á afstöðu hans til þeirra mála,
sem leysa þurfti. Hann reyndi ætíð að létta undir með þeim flokksmönnum
sínum, Jóhanni Jósefssyni og Bjarna Benediktssyni, sem í stjómina höfðu verið
settir, og gerði sitt til að greiða fram úr öllum erfiðleikum. Á þessum árum
reyndi mest á, þegar ákveða þurfti, hvort ísland skyldi gerast aðili Atlantshafs
bandalagsins, og var Ólafur eindreginn stuðningsmaður þess frá upphafi.
Sjálfur lét Ólafur löngu síðar svo ummælt, að hann teldi sér hafa missézt í því
að vilja ekki taka sæti í þessari ríkisstjóm.
Framsóknarflokkurinn sleit þessu stjórnarsamstarfi sumarið 1949. Var þá efnt
til kosninga hinn 23. og 24. október um haustið. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut
39.5% atkvæða og 19 þingmenn kosna, Framsóknarflokkur 24.5% atkvæða
og 17 þingmenn, Sósíalistaflokkur 19.5% atkvæða og 9 þingmenn og Alþýðu-
flokkurinn 16.5% atkvæða og 7 þingmenn. Eftir þær kosningar neitaði Alþýðu-
flokkurinn með öllu að taka þátt í stjórnarmyndun, og Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn höfðu litla löngun til að ganga til stjómarsamstarfs tveir einir. Varð
þá úr, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi einn mynda stjórn undir forystu Ölafs
Thors. Sú stjórn tók við hinn 6. desember 1949, og gerði Ólafur grein fyrir
stjórnarmynduninni hinn sama dag á fundi í sameinuðu Alþingi. Með honum
voru í stjóm þeir Bjöm Ólafsson, Jóhann Jósefsson, Jón Pálmason og Bjarni
Benediktsson.Um stjómarmyndunina fórust Ólafi orð á þessa leið:
„í umræðum þeim, er fóru fram fyrir alþingiskosningarnar í október s. 1.,
gerði Sjálfstæðisflokkurinn grein fyrir því, með hverjum hætti hann teldi hyggi-
legast að vinna hug á þeim örðugleikum, sem nú steðja að í þjóðlífi íslendinga,
og þá einkum í atvinnu- og fjármálum. Þess var að vísu getið af flokksins hálfu,
að ekki væri unnt að fullyrða, að hann réði frernur en aðrir yfir alveg óyggjandi
úrræðum til lausnar þessum vanda, en á það var lögð höfuðáherzla, að skilyrði
þess, að úrræði flokksins yrðu framkvæmd, væri, að hann fengi meirihluta á
Alþingi.
Flokkurinn fékk ekki þennan meirihluta. Og þar sem enginn annar flokkur
öðlaðist heldur meirihluta á Alþingi, ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að beita sér
fyrir sem víðtækustu samstarfi þeirra flokka, er stóðu að fyrrverandi stjórn, um
stjórn landsins og löggjöf. Taldi flokkurinn þó óvænlega horfa um frið milli
flokka, og eru auk þess að sjálfsögðu löngu ljósir annmarkar slíks samstarfs.
1 samræmi við þessa ákvörðun og eftir umboði forseta íslands gerði Sjálf-