Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 44

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 44
42 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI sömu skoðunar og Ólafur Thors, að æskilegra hefði verið að endurreisa gömlu stjómina, ef mögulegt hefði reynzt á viðhlítandi veg. Sárindi Ólafs lýstu sér m. a. í því, að hann féklc sig ekki til að þiggja boð um að vera viðstaddur komu fyrsta nýsköpunartogarans, skömmu eftir að hin nýja stjórn hafði tekið við. Fálæti Ólafs hafði hins vegar ekki áhrif á afstöðu hans til þeirra mála, sem leysa þurfti. Hann reyndi ætíð að létta undir með þeim flokksmönnum sínum, Jóhanni Jósefssyni og Bjarna Benediktssyni, sem í stjómina höfðu verið settir, og gerði sitt til að greiða fram úr öllum erfiðleikum. Á þessum árum reyndi mest á, þegar ákveða þurfti, hvort ísland skyldi gerast aðili Atlantshafs bandalagsins, og var Ólafur eindreginn stuðningsmaður þess frá upphafi. Sjálfur lét Ólafur löngu síðar svo ummælt, að hann teldi sér hafa missézt í því að vilja ekki taka sæti í þessari ríkisstjóm. Framsóknarflokkurinn sleit þessu stjórnarsamstarfi sumarið 1949. Var þá efnt til kosninga hinn 23. og 24. október um haustið. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 39.5% atkvæða og 19 þingmenn kosna, Framsóknarflokkur 24.5% atkvæða og 17 þingmenn, Sósíalistaflokkur 19.5% atkvæða og 9 þingmenn og Alþýðu- flokkurinn 16.5% atkvæða og 7 þingmenn. Eftir þær kosningar neitaði Alþýðu- flokkurinn með öllu að taka þátt í stjórnarmyndun, og Sjálfstæðisflokkur og Framsókn höfðu litla löngun til að ganga til stjómarsamstarfs tveir einir. Varð þá úr, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi einn mynda stjórn undir forystu Ölafs Thors. Sú stjórn tók við hinn 6. desember 1949, og gerði Ólafur grein fyrir stjórnarmynduninni hinn sama dag á fundi í sameinuðu Alþingi. Með honum voru í stjóm þeir Bjöm Ólafsson, Jóhann Jósefsson, Jón Pálmason og Bjarni Benediktsson.Um stjómarmyndunina fórust Ólafi orð á þessa leið: „í umræðum þeim, er fóru fram fyrir alþingiskosningarnar í október s. 1., gerði Sjálfstæðisflokkurinn grein fyrir því, með hverjum hætti hann teldi hyggi- legast að vinna hug á þeim örðugleikum, sem nú steðja að í þjóðlífi íslendinga, og þá einkum í atvinnu- og fjármálum. Þess var að vísu getið af flokksins hálfu, að ekki væri unnt að fullyrða, að hann réði frernur en aðrir yfir alveg óyggjandi úrræðum til lausnar þessum vanda, en á það var lögð höfuðáherzla, að skilyrði þess, að úrræði flokksins yrðu framkvæmd, væri, að hann fengi meirihluta á Alþingi. Flokkurinn fékk ekki þennan meirihluta. Og þar sem enginn annar flokkur öðlaðist heldur meirihluta á Alþingi, ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að beita sér fyrir sem víðtækustu samstarfi þeirra flokka, er stóðu að fyrrverandi stjórn, um stjórn landsins og löggjöf. Taldi flokkurinn þó óvænlega horfa um frið milli flokka, og eru auk þess að sjálfsögðu löngu ljósir annmarkar slíks samstarfs. 1 samræmi við þessa ákvörðun og eftir umboði forseta íslands gerði Sjálf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.