Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 45

Andvari - 01.06.1966, Síða 45
ANDVARI ÓLAFUR THORS 43 stæðisflokkurinn tilraun til myndunar meirihlutastjórnar og tók einnig vel umleitunum Framsóknarflokksins meðan stóð á tilraunum hans til stjórnar- myndunar. Eftir aS sannprófað var, aS í bili var ekki auðið að mynda meirihlutastjóm, beindi forseti íslands þeirri beiðni til mín, að ég myndaði innanþingsstjóm, enda þótt hún hefði ekki fyrirfram tryggðan stuSning meirihluta Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn ræddi málið á tveimur fundum, 25. og 26. fyrra mán- aðar. Leit flokkurinn svo á að athuguðu máli að með því að hann er stærsti flokkur þings og þjóðar, bæri honum ótvíræð skylda til þess að verða við framangreind- um tilmælum forseta íslands, úr því að eigi hefði reynzt auðið að mynda meiri- hlutastjóm. Tilkynnti ég því forseta íslands, laugardaginn 26. fyrra mánaÖar, að ég í samræmi við vilja flokksins; tæki að mér að mynda stjórn, svo sem forseti hafði farið fram á, Var ætlunin að leggja ráðherralistann fyrir forseta til skipunar ráðuneytis fyrri hluta síðustu viku. En þennan dag að kvöldi lagðist ég í lungna- bólgu, og hefur því þessi dráttur orðið á stjórnarmynduninni. Stjóm sú, sem nú sezt að völdum, hefur ekki tryggt sér hlutleysi né stuðn- ing neinna þingmanna utan Sjálfstæðisflokksins. Flún er því viðbúin vantrausti hvenær sem er. En á meÖan hún fer með völdin mun hún leitast við að leysa þann vanda, er liggur fyrir, með þeirri samvinnu við þingið, sem nauðsynleg er og kostur er á. Enda er það Ijóst, að svo sem Alþingi nú er skipað, verður úrlausn þeirra mála, sem löggjafar þarf um, ef flokka greinir á um, ekki náð, nema með samningum þeirra í milli. Það mál, sem nú þarfnast skjótastrar úrlausnar, er, með hverjum hætti verði greitt fyrir því af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar, að útgerðin þurfi ekki að stöðvast nú um áramót. En svo sem kunnugt er, hefur allt frá því 1946 þurft að leysa þann vanda með löggjöf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst yfir því, að hann teldi þau úrræði, sem beitt hefur verið, ekki vera til frambúðar. Þótt rnenn greini rnjög á um, hvemig til frambúðar skuli ráða fram úr þessum málum, em allir, eða flestir, sammála um, að úrlausn fáist ekki, nema gerðar séu margar samfelldar ráðstafanir, sem verulegs undirhúnings þarfnast og verða því ekki framkvæmdar án nokkurs aðdraganda. Nægir um þaÖ að vísa til yfir- lýsinga flokkanna fyrir kosningar. Til bráðabirgða verður því sennilega nú um áramótin að fara troðnar slóðir, jafnframt því sem þegar í stað verður að hefja undirbúning lausnar, sem varanlegri geti orðið, og er þar fyrst að telja sam- þykkt greiðsluhailalausra fjáriaga. Svo sem afstöðu ríkisstjórnarinnar til Alþingis er háttað, telur hún á þessu stigi að öÖru leyti ekki ás-æðu til að fjölyrða um fyrirætlanir sínar. Þær munu koma fram í málurn þeirn, er ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi og daglegum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.