Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 48
46
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
hans. Haustið 1951 þótti enn rétt að doka við og sjá, hver yrði dómur Alþjóða-
dómstólsins í Haag í deilumáli Breta og Norðmanna. Eftir að niðurstöður hans
höfðu verið rækilega athugaðar, gaf Ólafur Thors hinn 19. marz 1952 út reglu-
gerð um verndun fiskimiða umhverfis ísland og voru nýjar grunnlínur dregnar
hvarvetna til friðunar flóum og fjörðum og fjögurra mílna landhelgi ákveðin frá
þeim grunnlínum. Reglugerðin öðlaðist gildi hinn 15. maí 1952, og varð það
mikill fagnaðardagur meðal Islendinga, ekki sízt hjá þeim, sem framfæri sitt
höfðu af sjávarafla.
Bretar brugðust hins vegar illa við, og hófst rnargra ára deila við þá. Brezk
stjórnarvöld létu raunar sitja við mótmæli, enda skutu þau sér undan því að bera
málið undir Alþjóðadómstólinn eins og íslendingar lögðu til, en lögðu af hálfu
einkaaðila löndunarbann á íslenzkan ísfisk. Tókst ekki að fá því aflétt fyrr en
að nokkrum árum liðnum og þá ekki sízt fyrir forgöngu Ólafs Thors, sem m. a.
í eitt sinn fór til viðræðna við brezka stjórnmálamenn í London þessara erinda,
að vísu árangurslaust að því sinni, og síðar bæði á fund í Efnahagsstofnun Evrópu
og Atlantshafsráðinu, til að vekja athygli hinna æðstu manna í Bretlandi á þeirn
vandræðum, er af þessu hlytust. Loks var svo komið vorið 1956, eftir langvinnt
samningaþóf, að hægt var að fá löndunarbanninu aflétt. En vegna kergju, sem þá
var komin í stjórnarsamstarfið, dróst það þangað til eftir kosningar og myndun
Vinstri-stjómarinnar þá um sumarið.
Sveinn Björnsson, forseti íslands, dó snemma árs 1952, og voru nýjar
forsetakosningar ákveðnar í júní sarna ár. Strax og farið var að ræða um væntanlegt
forsetakjör kom í ljós skoðanaágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins. Ýmsir
hvöttu Ólaf Thors sjálfan til að verða í kjöri, en aðrir töldu það mjög óráðlegt,
ekki vegna þess, að Ólafur væri ekki vel til forseta fallinn, heldur af því, að þeir
töldu meiri þörf á honum til stjórnmálaforystu. Sjálfur aftók Ólafur með öllu að
verða í kjöri; vissi hann og, að Thor bróðir hans hafði hug á framboði. Þegar á
reyndi, neitaði Thor þó einnig framboði, e. t. v. vegna þess, að honum þótti stuðn-
ingur flokksins við sig ekki nógu eindreginn. Enda töldu sumir Thor þá enn helzt
til of ungan, innan við fimmtugt, til þvílíkra starfa, og hreint flokks-framboð ekki
vænlegt til sigurs, heldur þvert á rnóti líklegt til að þjappa andstæðingum saman.
Innan flokksins náðist ekki fylgi meirihluta hvorki við Asgeir Ásgeirsson né Gísla
Sveinsson. Gegn Ásgeiri var það haft, að hann væri þingmaður annars flokks og
hefði verið reikull í sínu stjórnmálaráði. Um Gísla Sveinsson töldu flestir, sem til
þekktu, að þótt að hann gæti verið manna ljúfastur og léttur í tali, þá
ætti hann einnig til slíkt yfirlæti, að ekki hæfði æðsta manni íslenzku þjóðarinn-
ar. Að lokum náðist samkomulag við Framsóknarflokkinn um framboð séra Bjama
Jónssonar vígslubiskups, sem þó var mjög tregur til að gefa kost á sér. Kosning-