Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 52

Andvari - 01.06.1966, Side 52
50 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI vægustu málum, utanríkismálum, meS stjórnarandstæðingum án þess að gera samstarfsflokknum grein fyrir, hvað í aðsigi væri. Þá um vorið myndaði hún loks kosningabandalag, hið svokallaða Hræðslubandalag, með Alþýðuflokknuin og var kosningabaráttan háð af meiri hörku en oft ella. Idinn 27. marz tilkynnti Ólafur Thors, að sér hefði borizt tilkynning frá ráðherrum Framsóknarflokksins, þar sem m. a. segir: „Lokið er stuðningi Framsóknarflokksins við núverandi ríkisstjórn." Með tilvísun til þessarar ákvörðunar Framsóknarflokksins og til ákvæðis í stjómarsáttmálanum hafði forsætisráðherra sarna dag óskað lausnar fyrir ráðu- neytið og forseti samþykkt það, jafnframt því, sem hann mæltist til þess að ríkissjórnin starfaði áfram frarn yfir kosningar. Féllst ríkisstjórnin á það, og vom almennar kosningar ákveðnar hinn 24. júní 1956. Þeim kosningum lykt- aði svo, að Sjálfstæðismenn fengu 42.4% atkvæða og samtals 19 þingmenn kosna, Alþýðubandalag 19.2% og 8 þingmenn, Alþýðuflokkur 18.3% og 8 þingmenn, Framsóknarflokkur 15.6% og 17 þingmenn, Þjóðvarnarflokkur hlaut 4.5% og engan þingmann. Að kosningum loknum var mynduð stjórn flokkanna þriggja: Framsóknar-, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem nú nefndi sig svo. Sú stjóm tók við hinn 24. júlí þá um sumarið. Næstu misseri var lítið eða ekki haft sarnráð við Sjálfstæðismenn um af- greiðslu hinna þýðingarmestu mála. Að hinu var stefnt, enda því bemm orðum yfir lýst, að sá væri tilgangurinn, að setja þá til hliðar. Þá sjaldan sem við Sjálf- stæðismenn var rætt um lausn mála áður en hún var ráðin, virtist það gert vegna innbyrðis togstreitu í ríkisstjórninni og ætlunin að fá Sjálfstæðismenn til að tjá sig, þótt allt væri á huldu um livað fyrir stjórnarhermnum vakti. Ólafi þótti lítið til slíks koma og hirti ekki um þátttöku í þeirri streitu. Eftir Genfar-ráðstefnuna fyrri, vorið 1958, sauð upp úr um ósamkomulag stjómar- innar í landhelgismálinu, enda lá þá við, að hún klofnaði og segði af sér. Ólafur beitti þá áhrifum sínum til stuðnings þeim, sem vildu, að tóm gæfist til að vinna málstað okkar fylgi hjá öðrum þjóðum eða a. m. k. skýra liann fyrir þeim. Auk þess benti hann á, að hagkvæmt mundi að færa út grunnlínur og stækka með þeim hætti fiskveiðilögsögu okkar. Síðar hið sama sumar, þegar sýnt var, að Bretar mundu senda herskip á íslandsmið til að hjálpa brezkum togurum við brot á hinni nýju fiskveiðireglu- gerð, sem taka skyldi gildi hinn 1. september 1958, tjáði Ólafur sig fúsan til að fara ásamt forsætis- og utanríkisráðherra á fund með æðstu mönnum í Atlants- hafsráðinu, ef íslenzka stjórnin krefðist þess, að það væri kvatt saman í því skyni að koma í veg fyrir herhlaupið hingað. Tillögur Sjálfstæðismanna í þessa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.