Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 52
50
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
vægustu málum, utanríkismálum, meS stjórnarandstæðingum án þess að gera
samstarfsflokknum grein fyrir, hvað í aðsigi væri. Þá um vorið myndaði hún
loks kosningabandalag, hið svokallaða Hræðslubandalag, með Alþýðuflokknuin
og var kosningabaráttan háð af meiri hörku en oft ella.
Idinn 27. marz tilkynnti Ólafur Thors, að sér hefði borizt tilkynning frá
ráðherrum Framsóknarflokksins, þar sem m. a. segir:
„Lokið er stuðningi Framsóknarflokksins við núverandi ríkisstjórn."
Með tilvísun til þessarar ákvörðunar Framsóknarflokksins og til ákvæðis
í stjómarsáttmálanum hafði forsætisráðherra sarna dag óskað lausnar fyrir ráðu-
neytið og forseti samþykkt það, jafnframt því, sem hann mæltist til þess að
ríkissjórnin starfaði áfram frarn yfir kosningar. Féllst ríkisstjórnin á það, og
vom almennar kosningar ákveðnar hinn 24. júní 1956. Þeim kosningum lykt-
aði svo, að Sjálfstæðismenn fengu 42.4% atkvæða og samtals 19 þingmenn kosna,
Alþýðubandalag 19.2% og 8 þingmenn, Alþýðuflokkur 18.3% og 8 þingmenn,
Framsóknarflokkur 15.6% og 17 þingmenn, Þjóðvarnarflokkur hlaut 4.5% og
engan þingmann. Að kosningum loknum var mynduð stjórn flokkanna þriggja:
Framsóknar-, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem nú nefndi sig svo. Sú
stjóm tók við hinn 24. júlí þá um sumarið.
Næstu misseri var lítið eða ekki haft sarnráð við Sjálfstæðismenn um af-
greiðslu hinna þýðingarmestu mála. Að hinu var stefnt, enda því bemm orðum
yfir lýst, að sá væri tilgangurinn, að setja þá til hliðar. Þá sjaldan sem við Sjálf-
stæðismenn var rætt um lausn mála áður en hún var ráðin, virtist það gert
vegna innbyrðis togstreitu í ríkisstjórninni og ætlunin að fá Sjálfstæðismenn
til að tjá sig, þótt allt væri á huldu um livað fyrir stjórnarhermnum vakti.
Ólafi þótti lítið til slíks koma og hirti ekki um þátttöku í þeirri streitu. Eftir
Genfar-ráðstefnuna fyrri, vorið 1958, sauð upp úr um ósamkomulag stjómar-
innar í landhelgismálinu, enda lá þá við, að hún klofnaði og segði af sér. Ólafur
beitti þá áhrifum sínum til stuðnings þeim, sem vildu, að tóm gæfist til að vinna
málstað okkar fylgi hjá öðrum þjóðum eða a. m. k. skýra liann fyrir þeim. Auk
þess benti hann á, að hagkvæmt mundi að færa út grunnlínur og stækka með
þeim hætti fiskveiðilögsögu okkar.
Síðar hið sama sumar, þegar sýnt var, að Bretar mundu senda herskip á
íslandsmið til að hjálpa brezkum togurum við brot á hinni nýju fiskveiðireglu-
gerð, sem taka skyldi gildi hinn 1. september 1958, tjáði Ólafur sig fúsan til
að fara ásamt forsætis- og utanríkisráðherra á fund með æðstu mönnum í Atlants-
hafsráðinu, ef íslenzka stjórnin krefðist þess, að það væri kvatt saman í því
skyni að koma í veg fyrir herhlaupið hingað. Tillögur Sjálfstæðismanna í þessa