Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 56

Andvari - 01.06.1966, Side 56
54 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI sáttum á og leitast í því skyni fyrir um fund forsætisráðherra beggja þjóða, þeirra Harolds Macmillans og Ólafs Thors. Þessi fundur varð haustið 1960, þegar Macmillan hélt vestur um haf, og áttu þeir Ólafur langt samtal á Kefla- víkurflugvelli. Vann Ólafur þar Macmillan til skilnings á nauðsyn okkar, þótt enn væri eftir að semja um einstök atriÖi. Með þessu samtali var grundvöllur lagður að lausn málsins og þar með að einum stærsta stjórnmálasigri íslendinga. Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra hafði forystu um áframhaldandi samninga, og tókust þeir þá um veturinn, og var samkomulagið um lausn fisk- veiðideilunnar gert hinn 11. marz 1961. Ólafur Thors hafði ötula forystu um allar þessar ráðstafanir eftir því, sem á þurfti að halda. En þegar nýr vandi skapaðist vegna óhóflegra kauphækkana, fyrri hluta sumars 1961, og gera þurfti gagnráðstafanir af þeim sökum, var Ijóst, að hjá honum kenndi þreytumerkja. Varð það því að ráði, að hann tók sér hvíld frá störfum haustið 1961 frá því um miðjan september til ársloka. Dvaldi hann lengst af þess tíma vestan hafs hjá dóttur sinni, Ingibjörgu, og manni hennar, Þorsteini Gíslasyni. Af þessum sökum kom Ólafur ekki á 14. Landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem settur var hinn 19. október 1961. í hans stað setti Bjami Benediktsson fundinn og mælti á þessa leið: „Ég leyfi mér hér með í forföllum formanns Sjálfstæðisflokksins að setja 14. Landsfund Sjálfstæðisflokksins og býð alla fulltrúa velkomna til starfa. Eins og kunnugt er, hefur formaður flokksins, Ólafur Thors, að læknis- ráði tekiÖ sér frí frá störfum til næstu áramóta. Dvelur hann nú ásamt frú sinni hjá dóttur þeirra og tengdasyni í Bandaríkjunum. Áður en hann hvarf af landi brott skrifaði hann mér svohljóöandi bréf: „Góði vinur. Enda þótt hvíldin sé enn ekki löng, finn ég að hún hefir gert mér mjög gott, og auÖvitað er ég því feginn og hlakka til að mega varþa af mér a. m. k. að mestu leyti daglegu striti og áhyggjum fram til áramóta. Heilsan er eins og bezt verður á kosið. En þrátt fyrir það hefi ég nú tekið þá óbifanlegu ákvörðun að mælast undan endurkjöri sem formaður flokksins. Treysti ég því, að flokksráðið, Landsfundurinn og aðrir flokksmenn geri sér ljóst, að það er ærið starf manni á mínum aldri að gegna því ábyrgðarmikla embætti, sem mér hefur verið trúað fyrir. Traustið, vináttuna og ástúðina, sem flokksmenn hafa sýnt mér og sem ég vona að mega njóta áfram, fæ ég aldrei fullþakkað og freista þess ekki að lýsa með orðuin, hver styrkur það hefir verið mér í starfi mínu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.