Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 56
54
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
sáttum á og leitast í því skyni fyrir um fund forsætisráðherra beggja þjóða,
þeirra Harolds Macmillans og Ólafs Thors. Þessi fundur varð haustið 1960,
þegar Macmillan hélt vestur um haf, og áttu þeir Ólafur langt samtal á Kefla-
víkurflugvelli. Vann Ólafur þar Macmillan til skilnings á nauðsyn okkar, þótt
enn væri eftir að semja um einstök atriÖi. Með þessu samtali var grundvöllur
lagður að lausn málsins og þar með að einum stærsta stjórnmálasigri íslendinga.
Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra hafði forystu um áframhaldandi
samninga, og tókust þeir þá um veturinn, og var samkomulagið um lausn fisk-
veiðideilunnar gert hinn 11. marz 1961.
Ólafur Thors hafði ötula forystu um allar þessar ráðstafanir eftir því, sem
á þurfti að halda. En þegar nýr vandi skapaðist vegna óhóflegra kauphækkana,
fyrri hluta sumars 1961, og gera þurfti gagnráðstafanir af þeim sökum, var
Ijóst, að hjá honum kenndi þreytumerkja. Varð það því að ráði, að hann tók
sér hvíld frá störfum haustið 1961 frá því um miðjan september til ársloka.
Dvaldi hann lengst af þess tíma vestan hafs hjá dóttur sinni, Ingibjörgu, og
manni hennar, Þorsteini Gíslasyni.
Af þessum sökum kom Ólafur ekki á 14. Landsfund Sjálfstæðisflokksins,
sem settur var hinn 19. október 1961. í hans stað setti Bjami Benediktsson
fundinn og mælti á þessa leið:
„Ég leyfi mér hér með í forföllum formanns Sjálfstæðisflokksins að setja
14. Landsfund Sjálfstæðisflokksins og býð alla fulltrúa velkomna til starfa.
Eins og kunnugt er, hefur formaður flokksins, Ólafur Thors, að læknis-
ráði tekiÖ sér frí frá störfum til næstu áramóta. Dvelur hann nú ásamt frú sinni
hjá dóttur þeirra og tengdasyni í Bandaríkjunum. Áður en hann hvarf af landi
brott skrifaði hann mér svohljóöandi bréf:
„Góði vinur.
Enda þótt hvíldin sé enn ekki löng, finn ég að hún hefir gert mér mjög
gott, og auÖvitað er ég því feginn og hlakka til að mega varþa af mér a. m. k. að
mestu leyti daglegu striti og áhyggjum fram til áramóta.
Heilsan er eins og bezt verður á kosið. En þrátt fyrir það hefi ég nú tekið
þá óbifanlegu ákvörðun að mælast undan endurkjöri sem formaður flokksins.
Treysti ég því, að flokksráðið, Landsfundurinn og aðrir flokksmenn geri sér
ljóst, að það er ærið starf manni á mínum aldri að gegna því ábyrgðarmikla
embætti, sem mér hefur verið trúað fyrir.
Traustið, vináttuna og ástúðina, sem flokksmenn hafa sýnt mér og sem
ég vona að mega njóta áfram, fæ ég aldrei fullþakkað og freista þess ekki að
lýsa með orðuin, hver styrkur það hefir verið mér í starfi mínu.