Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 58

Andvari - 01.06.1966, Page 58
56 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARl sigri að fagna, því að hann fékk 41.4% af atlcvæðum og 24 þingmenn kosna, Framsóknarflokkur fékk 28.2% og 19 þingmenn, Alþýðubandalag 16.0% og 9 þingmenn og Alþýðuflokkur 14.2% og 8 þingmenn. Fyrir kosningamar höfðu stjómarflokkarnir báðir lýst yfir því, að þeir mundu halda áfram samvinnu, ef þeir hlytu fylgi til þess. Svo varð, og hélt stjórnarsamstarfið því áfram snurðulaust, þrátt fyrir kosningarnar. Er það eins- dæmi í sögu íslenzks þingræðis. Eftir kosningarnar vann Ólafur að sættargjörð við verkalýðsfélögin. Enda hafði hann hvað eftir annað á undanfömum missemm reynt að koma á sam- komulagi um, að hinir betur launuðu dokuðu við í kröfugerð á meðan allir sameinuðust um að bæta hag hinna verst settu. Slíkt samkomulag tókst þó ekki, og samkomulagið í júní 1963 var einungis um frest á frekari kröfugerð til hausts. Um sumarið mögnuðust ýmis efnahags-vandamál, ekki sízt eftir að kjaradómur hafði í júlí-byrjun kveðið á um laun starfsmanna ríkisins. Um haustið sauð upp úr, og vegna allsherjar kröfugerðar og yfirvofandi verkfalla bar stjómin fram fmmvarp til laga um að banna verkföll á meðan á samningum stæði og til áramóta 1963—1964. Gegn þessum tillögum brugðust verkalýðsfélögin hið versta, og horfði þá til fullkominna vandræða, þar til samkomulag náðist hinn 9. nóvember 1963. LTpphafsmaður þess var Eðvarð Sigurðsson, sem leitaði til Ólafs Thors, en Ólafur lagði höfuðáherzlu á, að samkomulag tækist. Fíélt hann f því tilefni sína síðustu ræðu í stjómarsessi, svohljóðandi: „Herra forseti! I gærkvöldi og í dag hafa farið fram viðræður milli ýmissa forystumanna launþegasamtaka og ríkisstjómar. Hafa þeir tjáð ríkisstjórninni, að þeir munu beita sér fyrir því, að verkföllum þeim, sem nú standa yfir og þeim, sem boðuð hafa verið, verði frestað og að ekki verði stofnað til nýrra verkfalla, a. m. k. fram til 10. desember n. k., enda verði frumvarp um launamál o.fl. ekki afgreitt meðan svo stendur. Þar sem það var megintilgangur þessa fmmvarps að fá ráðrúm til undirbúnings efnahagsaðgerða og til viðræðna um kjaramálin, telur ríkisstjómin að svo vöxnu máli ekki rétt að ljúka nú endanlegri afgreiðslu frumvarpsins og leggur til, að atkvæðagreiðslu við þessa síðustu umræðu máls- ins á Alþingi verði frestað." Þó að Óiafur slakaði hvergi á í þessari hríð, var hann nú mjög farinn að láta á sjá. Hann hafði legið veikur vikum saman sumarið áður, að vísu orðið hressari, þegar fram á haustið kom, og farið á fund forsætisráðherra Norðurlanda. Þegar hann kom heim aftur rétt fyrir þingbyrjun, var honum samt efst í huga að biðjast lausnar. Vegna þess hversu ófriðlega horfði og skammur tími var til stefnu, hvarf hann þó frá því þangað til betur hentaði. Strax og nokkurt hlé varð á lét
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.