Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 61

Andvari - 01.06.1966, Page 61
ANDVARI ÓLAFUR THORS 59 mönnum. Að sjálfsögðu tókst Ólafi eins og öllum öðrum misjafnlega til í ræðu- mennsku, og aldrei var það nema eins og svipur hjá sjón að hlusta á hann í út- varpi. Bezt heppnaðist honum, þegar mest á reið, og þá helzt í harðri orðasennu, enda varð honum þá oldrei orða vant. Og þó —, sjaldan hygg ég, að ég hafi orðið hrifnari af ræðumennsku Ólafs en austur á Rangárvöllum á héraðsmóti, sem þar var haldið, sennilega 1938, í Rangæingabúð, tjaldi, sem Jón Ólafsson hafði gefið. Þar stóð maður við mann og urðu ræðumenn að klifra upp á kassa til að sjá þó yfir söfnuð sinn. Sá eiginleiki, að geta náð til annarra við hinar erfiðustu aðstæður, er stjóm- málamanni ómetanlegur. Gaman-yrða hjúpurinn, sem Ólafur hafði lag á að bregða yfir sig, gerði honum léttara, en réði ekki úrslitum. Þar réði mestu hans næmi mannlegi skilningur og viljinn til þess að leysa hvers manns vandræði. Greiðvikni Ólafs var frábær. Stundum var hann sakaður um að vera helzt til ör á loforð og var reynt að nota það til að vekja gegn honurn tortryggni. Munu þó allir hafa sannfærzt um það áður en lauk, að ekki var til raunbetri maður en Ólafur Thors. Hann ætlaði öllum mönnum gott, þangað til hann reyndi þá að öðm. Bjartsýni hans var með fágætum. Því kvað Eiríkur frá Hæli, og töldu þeir, er gerst þekktu, sannmæli: „Ólaf ég annan kenni allmikinn fyrir sér; sá, sem er mikilmenni, manndóm í svipnum ber. Ólafur gæfugöngu gekk inn í flokkadans, vantrúin varð að öngu, vék fyrir trúnni hans. Blysför bjó fyrir löngu bjartsýni þessa manns." Bjartsýni Ólafs var því aðdáunarverðari sem ranglát kjördæmaskipun tor- veldaði lengst af mjög framgang hugðarefna hans. Ólíkt fylgisminni andstæðingar höfðu löngum rneiri eða ámóta mikinn þingstyrk og Sjálfstæðisflokkurinn. En bjartsýni Ólafs var samfara óbilandi þrautseigju við að sækja að því marki, sem hann hafði sett sér. Samninga-lipurð hans var viðbrugðið, enda tókst honum á stundum að laða til samstarfs þau öfl, sem ólíklegast þótti, að saman mundi ná. Ölafur var á sinn veg ráðríkur maður, vildi fá það fram, sem hann ætlaði sér, og gat orðið þykkjuþungur, ef þeir brugðust, sem hann setti traust sitt á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.