Andvari - 01.06.1966, Síða 65
STEFÁN JÚUUSSON:
ÞAK MÁLAÐ
Komdu niður undir eins, Hallmundur, þú ferð ekki fet upp á þakið,
kallar konan langt að og hálfhleypur cftir götunni með fangið fullt af vörum
úr búðinni.
Pilturinn stanzar í miðjum stiga og horfir vanþóknunaraugum á móður
sína. Hann lítur upp eftir stiganum, síðan aftur niður til móður sinnar, — hikar.
Ég get vel hjálpað pabba við að mála þakið, segir hann áherzlulaust, eins
og í vafa.
Þú ferð ekki fet upp á þakið, segir móðirin æst og er komin að stiganum.
Komdu niður á augabragði.
Pilturinn stendur í sömu rim og hikar; lítur þrjózkulega á móður sína,
lætur skömm skella:
Ég fer upp. Mig langar til að hjálpa pabba að mála þakið, — stígur öðrum
fætinum einni rim ofar.
Hallmundur! æpir konan, þú kernur niður. Þú dettur ofan af þakinu og
hálsbrýtur þig, ef þú ferð að rassakastast þarna uppi.
Hún hrópar hærra til rnanns síns uppi á þakinu:
Þú ert þó ekki að mæla þessa vitleysu upp í stráknum, Jón?
Maðurinn uppi á þakinu lætur sem hann heyri ekki hróp konu sinnar,
heldur áfram að mála, steinþegjandi.
Pilturinn lítur í kringum sig, milli steins og sleggju.
Af hverju hefurðu svona hátt, mamma? segir hann í ávítunartón. Þarftu
að láta alla götuna vita að þú ert að rífast?
Ég er ekkert að rífast, anzar móðirin á lægri nótum, ég er bara að skipa
þér að koma niður. Hækkar sig: Og það strax!
Pilturinn lítur vandræðalega í kringum sig, í svipnum tvískinnungur og efi.
Loks segir hann, næstum hvíslar:
Jæja, ég skal koma niður. En ég fer upp aftur. Ég ætla að ljúka við þakið
með pabba. Ég skal tala við þig fyrst. Maður getur ekki látið þig æpa út yfir
allan bæ.
Hann stekkur fimlega niður, hleypur til móður sinnar og þrífur af henni