Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 76

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 76
74 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARl Eg gat þess að siður hefði verið á árun- um fyrir hina síðari hcimsstyrjöld að kalla Þýzkaland Þriðja ríkið. Með þessu var átt við, að það væri sögulegur arftaki þess keisararíkis, er Bismarck skapaði 1871 og var uppistandandi til 1918. En fyrsta ríkið, sem kennt er við Þýzkaland, varð með sanni langlífast þessara ríkja, tilveru þess má mæla í þúsund árum. Segja má að það hafi verið umgjörð þýzkrar sögu frá upphafi og fram á 19. öld. En úr því að bæði Ríkið og Prússland eru horfin úr sögunni og af landabréfunum, þá virðist ekki fjarri lagi að gera báðum nokkur söguleg skil og þá verður ekki hjá því komizt að hverfa aftur í miðaldir. Nú kann það að virðast við fyrstu sýn æði mikill krókur að leita um svo langan veg til útlistunar á pólitískum atburðum, sem eru aðeins aldargamlir. En í reynd er þetta bæði eðlilegt og nauðsynlegt: þótt miðaldir væru löngu liðnar tíma- talslega séð þegar járnkanslarinn hóf göngu sína, þá lifðu þær enn í Þýzka- landi eins og draugur^ sem ekki hefur verið komið fyrir, og hið stórpólitíska afrek Bismarcks, sameining Þýzkalands, var hlutverk, sem flest önnur ríki Evrópu höfðu lokið við fyrir mörgum öldum. Bismarck fékkst við pólitískt vandamál, sem þýzkar miðaldir höfðu glímt við; en ekki leyst. Og þá víkur sögunni til Rómar. Það er á jóladag árið 800. Frammi fyrir háaltar- inu í kirkju heilags Péturs postula krýpur hávaxinn vörpulegur maður og gerir bæn sína. Þegar hann ris á fætur gengur páfinn að honum og krýnir hann keisara- djásni. Þá hrópar allur Rómarlýður meðal kirkjugesta: Karolo Augusto a Deo cor- onaio magno pacifico imperatori vita et victoria! — Líf og sigur Karli Agústusi krýndum af guði miklum og friðsælum keisara. Þessi orð voru hinn forni hyll- ingareiðstafur, sem farið var með er keis- arar voru krýndir, og þegar múgurinn hafði hyllt keisarann þrisvar sinnum með fyrrgreindum orðum varpaði páfi sér fyrir fætur honum og auðsýndi honum lotningu svo sem siður hafði verið að fornu. Á bak við hina nýsköpuðu keisaratign á Vesturlöndum lá klerkleg og kristin hugmyndafræði, sem um þessar mundir var að færast í fast form: svo sem einn var guð á himnum, sem stundum er jafn- vel kallaður keisari — imperator caelestis, þá skyldi og einn vera keisari á jörðinni — imperator terrenus. Efann er alvaldur hins kristna samfélags. Hlutverk hans er að verja heilaga kirkju á heimavett- vangi, halda fólki til hlýðni við hana og uppræta trúvillu, en á ytra vettvangi á hann að boða trú meðal heiðingja, snúa heiðnum þjóðum til kristni. Karl Frankakonungur hafði gegnt þessu hlut- verki um mörg ár áður en hann var krýnd- ur keisari. Hann komst næst þvl að vera alvaldur alls hins kristna samfélags á Vesturlöndum: Um aldamótin 800 náði ríki hans frá norðurhlutum Spánar að Norðursjó, austur að Saxelfi, alllangt austur með Dóná og suður að Adríahafs- botnum. Hann hafði kúgað Saxa til kristni og stutt kirkju Krists með ráðum og dáð og bjargað páfastólnum úr fjand- manna höndum. Karl mikli var því í raun og sanni holdtekja hinnar klerklegu og kristnu keisarahugmyndar þessara alda. í þessu kristna samfélagi — res publica Chris- tiana — sem var vcldi Karls mikla voru margir þjóðflokkar, sundurleitir að tungu og þjóðerni, en um miðja niundu öld klofnar þetta veldi í þrennt, og segja má að í stórum dráttum hafi þessi þrískipt- ing lagt grundvöll að þremur fremstu þjóðlöndum Vestur-Evrópu, Þýzkalandi, Frakklandi og Ítalíu. Á næstu áratugum gekk keisaratitillinn eins og bitbein milli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.