Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 78

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 78
76 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI höfðingja, er löndum réðu, og voru sumir æði lítilsháttar, er báru keisaranafn. í byrjun tíundu aldar verður þýzka kon- ungsríkið til í héruðunum milli Rínar og Saxelfar. Þá skiptust þessi héröð í fimm hertogadæmi, er báru nöfn fornra ger- manskra ættflokka. Þegar frá upphafi verður það venja, að hertogarnir og ann- að stórmenni, geistlegrar og veraldlegrar stéttar, kjósa sér konung í Þýzkalandi. En árið 962 gerast þau tíðindi, að Ottó I. konungur Þýzkalands, af kyni Saxa, er krýndur til keisara af páfa í Róm. Frá þeirri stundu var hinn rómverski keisara- titill tengdur þýzkri sögu. Síðan var það háttur þýzkra konunga um langan aldur að halda til Ítalíu og Rómar og láta krýn- ast. Sonarsonur Ottós I., Ottó II., hafði jafnvel í huga að gera Róm að keisara- setri, og hann lét letra á innsigli sitt: Renovatio imperii Romanoram — endur- nýjun hins rómverska ríkis. En sá keis- aradraumur féll í gröfina með honum. Um miðja tólftu öld er farið að kalla þetta þýzka keisararíki heilagt: sacrum imperium Romanum ■—- hið heilaga róm- verska ríki. Stuttu fyrir aldamótin 1500 er titillinn enn lengdur: Sacrum imperium Romanum nationis Teutonicae — Hið heilaga rómverska ríki þýzkrar þjóðar, og þeim titli hélt það æ síðan unz það tók andvörpin árið 1806. Upprunalega var þetta keisararíki ekki talið landfræðileg eining, heldur verald- legt tákn hins kristna samfélags. Á hámið- öldum má þó greina landamæri þess í austri og vestri. Þau fylgdu þá fljótunum Saone og Rhone í Frakklandi, Niðurlönd og héruðin vestan Rínar inn í núverandi Belgíu teljast þá til Hins heilaga róm- verska ríkis. í austri lágu landamærin frá Adríahafi, innan þeirra voru bæði Austur- ríki og núverandi Tékkóslóvakía, síðan fylgdu þau Óderfljóti til hafs. En þetta keisaradæmi var ekki samfellt ríki í nein- um skilningi. Keisaradómurinn var að- eins hátignartitill. Frá því um miðja 15. öld var keisaratignin jafnan í höndum furstanna í Austurríki, Habsborgarætt- arinnar. En valdið til að kjósa keisara var í höndum sjö þýzkra fursta, þriggja geist- legra og fjögurra veraldlegrar stéttar. Öll viðleitni þeirra, er fóru með keisara- tign á Þýzkalandi, til þess að skapa mið- læga samfellda stjórn innan mæra hins Heilaga rómverska ríkis þýzkrar þjóðar, fór út um þúfur. Hin pólitíska þróun rikisins gekk öll veg tvístrunar og sundr- unar. Um miðja 13. öld hafa hin fornu hertogadæmi ættflokkanna tvístrazt í smærri eindir. Ný furstaríki myndast, óháð ættflokkaskipan hertogadæmanna fornu, biskupsstólar og klaustur verða sjálfstæð ríki, og er það einsdæmi í sögu Evrópu. Hinir innlendu furstar berjast án afláts gegn allri ríkissameiningu og njóta þar aðstoðar Frakklands, sem á þessum öldum hrifsar til sín væna bita úr landi keisararíkisins og stefnir markvisst að því að gera Rínarfljót að landamærafljóti Frakklands og Þýzkalands. Á 17. öld verður þýzka ríkið vígvöllur alþjóðaátaka, þar sem franskir, sænskir og danskir her- ir fara ránshendi um héruð. I friði þeim, sem samin var eftir 30-ára styrjöldina í Westfalen 1648 varð eymd Hins heilaga rómverska ríkis þýzkrar þjóðar mest og dapurlegust. Raunar var ekki hægt að kalla það ríki lengur. Það var mor 300 fullvalda ríkja, og voru mörg æði smá, furstadæma, hertogadæma, biskupsstóla, ríkisborga, jafnvel ríkisþorpa, klaustra, ríkisriddara. Flvert þessara ríkja hafði sín eigin lög, sína eigin hirð, sína eigin mynt- sláttu, sína eigin tolla. Þegar þjóðréttar- fræðingurinn Samuel Pufendorf reyndi að lýsa þessu ríki, sem taldi sig bæði róm- verskt og þýzkt, þá var hann í standandi vandræðum og taldi það vera einhvers- konar óreglulegan skrokk líkastan skríms- li — irregulare áliquod corpus et monstro simile.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.