Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 80

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 80
78 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI undarlegu samblandi guðrækni, herskap- ar og kaupmennsku. Þýzku riddararnir tóku brátt að færa sig upp á skaftið og leggja undir sig pólsk lönd, en eftir mik- inn ófrið var saminn friður við Pólverja 1466 og misstu riddararnir þá nokkur lönd i vestri, en Austurprússlandi héldu þeir ásamt höfuðborginni Königsberg, en urðu að taka lönd sín að léni af pólsku krún- unni. Árið 1525 varð stórmeistari regl- unnar Albrecht af Hohenzollernætt. Hann breytti Austurprússlandi í veraldlegt lén, og með þessum hætti varð Austurprúss- land, nýlenda herskárra munka, eign þeirrar ættar, sem átti eftir að gera Prúss- land að evrópsku stórveldi. Hohenzollernættin var kynjuð frá Suðurþýzkalandi, og höfðingjar hennar höfðu um langan aldur verið borgargreif- ar í Núrnberg og á þann hátt staðið í þjónustu keisarans. En árið 1410 veitti Sigismundur keisari Friðriki borgargreifa Brandenborgarmörkina vestan og austan Saxelfar allt að Oderfljóti. Þessu léni fylgdi kjörfurstatign og eftir þetta gátu Brandenborgarfurstarnir tekið þátt í hin- um pólitíska skollaleik, sem jafnan var háður við keisarakjör. Hohenzollcrnættin varð einna fyrst til að taka upp siðbót Lúters og komst á þann hátt yfir geysilegar kirkju- og klaustraeignir. En kjörfurst- arnir í Brandenburg koma fyrst að ráði við almenna sögu Þýzkalands um og eftir miðja 17. öld. Friðrik Vilhjálmur, kallaður kjörfurstinn mikli, fékk bætt við ríki sitt ítökum við Rínarfljót, ennfremur auðug- um biskupsdæmum. En merkilegastar og afdrifaríkastar urðu þó þær ráðstafanir sem hann gerði í innanlandsmálum. f landi hans var fjölmenn stétt stórlátra og agalausra riddara, er sátu bújarðir sín- ar sem lén frá krúnunni gegn herskyldu. Þessir riddarar og búhöldar höfðu oft veriö kjörfurstunum stríðir í taumi, en Friðrik Vilhjálmur teygði þá til sín með miklum fríÖindum. Árið 1653 breytti hann léns- jörðum þeirra í sjálfseign. Hann veitti þeim einkarétt til að eignast bújarðir, velti af þeim öllum sköttum og gaf þeim alræðisvald yfir bændum. Prússneskir bændur urðu eftir þetta gersamlega ánauð- ugir, leibeigen, eins og sagt er á þýzku, junkararnir eignuðust bændurna með húð og hári. í sama mund höfðu þeir lögsögu yfir þeim, dóms- og lögregluvald. Junkar- arnir fengu einir rétt til foringjatignar í prússneska hernum og þeir fengu einir rétt til háembætta í ríkisstjórn og stjórn- gæzlu. Með þessu urðu junkararnir, aðall- inn, sú stéttin, sem öllu réð í ríkinu undir forustu kjörfurstans. Sonur Friðriks Vil- hjálms fékk leyfi keisara til að taka sér konungsnafn. Hann krýndi sig sjálfur í borginni Königsberg og tók nafn af því landi, er þýzku riddararnir höfðu forðum daga lagt undir þýzk yfirráð, kallaði sig konung Prússlands. Þetta nýja prússneska konungsríki var ærið tætingslegt, lönd þess á tvístringi og ekki frjósöm af náttúrunnar hendi. En það var auðsætt á öllu, að Hohenzollern- ættin hafði fullan hug á að bæta við ríki sitt. Hún var ágjörn til fjár og landa. Þjóð- höfðingjar Hohenzollernættarinnar urðu frægir fyrir að þiggja mútur af erlendum þjóðhöfðingjum, t. d. LoÖvík 14., en fræg- ari voru þeir þó fyrir það, hve fljótir þeir voru til pólitískra vinslita, í þeim efnum átti blygÖunarleysi þeirra sér engin tak- rnörk. En þeir komu sér upp einhverjum fjölmennasta og harÖsnúnasta her í Evrópu 18. aldar. Þegar Friðrik II. tók ríki á Prússlandi 1740 erfði hann eftir föður sinn her, sem fáir stóðust snúning. Þessi kaldgeðja hundingi á konungsstóli Prússa átti manna mestan þátt í því að veikla Hið heilaga rómverska ríki þýzkrar þjóðar, og var þó varla á það bætandi. Idann tók herskildi auðugasta land Aust- urríkis, Schlesíu, og hann og eftirmaÖur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.