Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 84

Andvari - 01.06.1966, Síða 84
82 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI þýzka þjóð hafi verið upplitsdjörf á fyrstu árunum eftir Vínarfundinn og hún var ó- líkleg til pólitískra stórræða. En þó mátti þegar kenna nokkurra hræringa í þýzku þjóðlífi, sem vöktu athygli vökukonunnar í Vínarborg, Metternichs, mannsins, sem kallaði sig stundum lækninn á spítala heimsins. Ólgan sem kraumaði í djúpum þjóðfélagsins ’birtist í smáviðburði, sem margir mundu telja einskær stúdenta- ærsli. I hinum akademíska heimi Þýzkalands lifðu minningarnar urn frelsisbaráttuna gegn Napóleon enn ferskar og í október- mánuði 1817 vildu stúdentar minnast tveggja stórviðburða þýzkrar sögu: mót- mæla Lúters og fólksorrustunnar hjá Leip- zig. í þeim mánuði komu 486 stúdentar frá 12 háskólum til Eisenach og héldu þaðan til Wartborgarkastala, fluttu ræður og höfðu uppi gleðskap. Þeir báru fána- liti einnar sjálfboðasveitar prússneskrar í frelsisstríðunum: svartan, rauðan og gul- an. Að loknum fundi var haldin brenna og var kastað á bál óvinsælum bókum og nokkrum táknum ríkjandi stjórnarfars: búningi prússnesks riddaraliðsforingja og austurrískri liðþjálfakylfu. Þetta vakti þegar athygli valdhafanna í Austurríki og Prússlandi, en þeir urðu skelfingu lostnir tveimur árum síðar, er þýzkur guðfræði- stúdent drap rithöfundinn Kotzebue, sem var í þjónustu Rússakeisara og hafði dregið dár að öllu atferli þýzku stúdenta- félaganna, Burschenschaften, sem voru alþýzk samtök akademískra borgara. Mett- ernich var nú ekki í vafa um, að bylting- in lá ekki lengur kyrr, heldur gekk ljósum logum um allt Þýzkaland. Hann kvaddi til fundar í Karlsbad fulltrúa helztu ríkja Þýzka bandalagsins árið 1819, og var þar samþykkt að gera ráðstafanir til að uppræta þessa byltingar- hreyfingu. Ritskoðun var sett á blöð og allt prentað mál undir 20 örkum. Eftir- liti var komið á með háskólum og fyrir- lestrahaldi. Prófessorum, sem gerðu sig seka um undirróðursstarfsemi gegn ríkis- valdinu, var vikið úr embættum og skyldu þeir hvergi fá háskólastöðu í neinu ríki Þýzka bandalagsins. Stúdentafélögin voru bönnuð, rannsóknarnefnd stofnuð til að hafa gætur á akademískum borgurum, og var þetta upphaf að allsherjarofsóknum gegn stúdentum og prófessorum um allt Þýzkaland. Árið 1820 fékk Metternich Sambands- þingið til að bæta ákvæðum við sáttmála Þýzka bandalagsins, er veitti því rétt til hernaðarlegrar íhlutunar, ef hætta var á uppreisn eða uppreisn skollin á í ein- hverju ríkja þess. í svo til flestum ríkjum Þýzka banda- lagsins voru sett ráðgefandi þing á árun- um 1818—1830. I suðurþýzku ríkjunum Baden, Wúrttemberg og Bajern létu þessi þing allmikið til sín taka og umræður þingmanna vöktu óskipta athygli um allt Þýzkaland. Það voru frjálslyndir lýðræðis- sinnar suðurþýzku ríkjanna, er stóðu að geysifjölmennum útifundi í borginni Hambach í Pfalz vestan Rinar árið 1832. Þar voru fluttar miklar ræður um samein- ingu Þýzkalands á grundvelli fullveldis þjóðarinnar. Á þessum fundi var skartað með fánalitum, sem stúdentar höfðu borið á Wartborgarhátíðinni 1817. Ekki var um að villast: stúdentaærslin voru orðin að lýðhreyfingu. Sambandsþingið bannaði nú allan pólitískan félagsskap og opinbera fundi og lagði refsingu við að bera hina svörtu, rauðu og gulu fánaliti, tákn lýð- ræðis og þýzkrar sameiningar. Ekkert ríki Þýzka bandalagsins gekk fram í pólitískum ofsóknum með svo stakri natni og samvizkusemi og Prúss- land. Eftir Vínarfundinn var það orðið víðlendasta og fjölmennasta ríki Þýzka- lands, lönd þess náðu frá Memelfljóti vestur fyrir Rín, en þó voru þetta ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.