Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 84
82
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
þýzka þjóð hafi verið upplitsdjörf á fyrstu
árunum eftir Vínarfundinn og hún var ó-
líkleg til pólitískra stórræða. En þó mátti
þegar kenna nokkurra hræringa í þýzku
þjóðlífi, sem vöktu athygli vökukonunnar
í Vínarborg, Metternichs, mannsins, sem
kallaði sig stundum lækninn á spítala
heimsins. Ólgan sem kraumaði í djúpum
þjóðfélagsins ’birtist í smáviðburði, sem
margir mundu telja einskær stúdenta-
ærsli.
I hinum akademíska heimi Þýzkalands
lifðu minningarnar urn frelsisbaráttuna
gegn Napóleon enn ferskar og í október-
mánuði 1817 vildu stúdentar minnast
tveggja stórviðburða þýzkrar sögu: mót-
mæla Lúters og fólksorrustunnar hjá Leip-
zig. í þeim mánuði komu 486 stúdentar
frá 12 háskólum til Eisenach og héldu
þaðan til Wartborgarkastala, fluttu ræður
og höfðu uppi gleðskap. Þeir báru fána-
liti einnar sjálfboðasveitar prússneskrar
í frelsisstríðunum: svartan, rauðan og gul-
an. Að loknum fundi var haldin brenna
og var kastað á bál óvinsælum bókum og
nokkrum táknum ríkjandi stjórnarfars:
búningi prússnesks riddaraliðsforingja og
austurrískri liðþjálfakylfu. Þetta vakti
þegar athygli valdhafanna í Austurríki og
Prússlandi, en þeir urðu skelfingu lostnir
tveimur árum síðar, er þýzkur guðfræði-
stúdent drap rithöfundinn Kotzebue, sem
var í þjónustu Rússakeisara og hafði
dregið dár að öllu atferli þýzku stúdenta-
félaganna, Burschenschaften, sem voru
alþýzk samtök akademískra borgara. Mett-
ernich var nú ekki í vafa um, að bylting-
in lá ekki lengur kyrr, heldur gekk ljósum
logum um allt Þýzkaland.
Hann kvaddi til fundar í Karlsbad
fulltrúa helztu ríkja Þýzka bandalagsins
árið 1819, og var þar samþykkt að gera
ráðstafanir til að uppræta þessa byltingar-
hreyfingu. Ritskoðun var sett á blöð og
allt prentað mál undir 20 örkum. Eftir-
liti var komið á með háskólum og fyrir-
lestrahaldi. Prófessorum, sem gerðu sig
seka um undirróðursstarfsemi gegn ríkis-
valdinu, var vikið úr embættum og skyldu
þeir hvergi fá háskólastöðu í neinu ríki
Þýzka bandalagsins. Stúdentafélögin voru
bönnuð, rannsóknarnefnd stofnuð til að
hafa gætur á akademískum borgurum, og
var þetta upphaf að allsherjarofsóknum
gegn stúdentum og prófessorum um allt
Þýzkaland.
Árið 1820 fékk Metternich Sambands-
þingið til að bæta ákvæðum við sáttmála
Þýzka bandalagsins, er veitti því rétt til
hernaðarlegrar íhlutunar, ef hætta var á
uppreisn eða uppreisn skollin á í ein-
hverju ríkja þess.
í svo til flestum ríkjum Þýzka banda-
lagsins voru sett ráðgefandi þing á árun-
um 1818—1830. I suðurþýzku ríkjunum
Baden, Wúrttemberg og Bajern létu þessi
þing allmikið til sín taka og umræður
þingmanna vöktu óskipta athygli um allt
Þýzkaland. Það voru frjálslyndir lýðræðis-
sinnar suðurþýzku ríkjanna, er stóðu að
geysifjölmennum útifundi í borginni
Hambach í Pfalz vestan Rinar árið 1832.
Þar voru fluttar miklar ræður um samein-
ingu Þýzkalands á grundvelli fullveldis
þjóðarinnar. Á þessum fundi var skartað
með fánalitum, sem stúdentar höfðu borið
á Wartborgarhátíðinni 1817. Ekki var um
að villast: stúdentaærslin voru orðin að
lýðhreyfingu. Sambandsþingið bannaði
nú allan pólitískan félagsskap og opinbera
fundi og lagði refsingu við að bera hina
svörtu, rauðu og gulu fánaliti, tákn lýð-
ræðis og þýzkrar sameiningar.
Ekkert ríki Þýzka bandalagsins gekk
fram í pólitískum ofsóknum með svo
stakri natni og samvizkusemi og Prúss-
land. Eftir Vínarfundinn var það orðið
víðlendasta og fjölmennasta ríki Þýzka-
lands, lönd þess náðu frá Memelfljóti
vestur fyrir Rín, en þó voru þetta ekki