Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 90

Andvari - 01.06.1966, Page 90
88 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI árið 1848 táknar djúp markaskil í sögu Þýzkalands þrátt fyrir ósigur byltingar- innar. En í Frankfurt am Main, þar sem þýzki Þjóðfundurinn hafði rætt af svo miklu andríki og lærdómi stjórnarskrá Þýzka ríkisins, hóf Sambandsþing þýzka handa- lagsins aftur fundi sína eins og ekkert hafði ískorizt og engin bylting orðið. Hið virðulega þing 38 fullvalda ríkja Þýzka bandalagsins var samt við sig, og virtist óháð breytingum sögunnar. Þó var kom- inn þar nýr maður í sæti fulltrúa Prúss- lands. Hann hét Otto von Bismarck- III. Junkarinn og stjórnmálamaðurinn Annan dag aprílmánaðar 1848 var mikið um dýrðir í Berlín. Sameinaða landsþing Prússlands hafði verið kvatt saman til þess að semja kosningalög handa Þjóðfundi, er skyldi setja landinu stjórn- arskrá og hringja inn nýja og frjálslynda öld. Þetta var fyrsti pólitíski árangur götuhardaganna, sem háðir voru í Berlín hálfum mánuði áður. Nú skyldi hið gamla Prússland grafið. A þingfundi þessa dags hafði verið gengið frá þakkarávarpi til konungs fyrir þau loforð, er hann hafði gefið þjóðinni um frjálslyndara stjórn- arfar. Ætlunin er að ávarpið verði sam- þykkt einum rómi. Þá gengur hávaxinn maður að ræðustólnum og hiður um orðið. Margir þingmanna ætla að vama honum máls, því að þeir kannast vel við hann frá fundum á Sameinaða landsþinginu árinu áður og vænta einskis góðs frá hon- um. Að lokum fær hann þó hljóð, en hann virðist vera ólíkur sjálfum sér þennan dag, ekki laust við að röddin titri. Hann lýsir því yfir, að hann muni greiða atkvæði gegn þessu þakkarávarpi þings- ins til konungs: Það sem kemur mér til að greiða atkvæði gegn ávarpinu, segir hann, er sú tjáning gleði og þakklætis fyrir það, sem skeð hefur hina síðustu daga. Fortíðin er grafin og ég harma það sárar en margir í yðar hópi, að enginn mannlegur máttur fær vakið hana til lífs aftur, eftir að krúnan hefur sjálf kastað rekunum á líkkistuna. Hann fékk sagt fátt fleira, því að hann féll í krampagrát og varð að ganga úr ræðustólnum. Þessi grátandi hetja var Otto von Bismarck, kenndur við riddaragóssið Schönhausen. Frásögnina um þennan atburð er að finna í minningabók Bismarcks sjálfs, Gedariiien und Erinnerungen, einu merk- asta heimildarriti sinnar tcgundar frá 19. öld, þótt víða verði að nota það með varúð, en í annan stað má telja það til bókmennta fyrir sakir meistaratakanna i stíl og framsetningu. Því þessi prússneski junkari var jafnvígur á ritað mál hvort heldur hann skrifaði viðkvæm ástarhréf konu sinni, pólitískar níðgreinar í Blað krossins, málgagn prússneskra íhalds- manna, eða útlistaði diplómatiskar flækjur fyrir ekki allt of skarpvitrum Prússa- konungi. Hann var fæddur 1. apríl 1815 á Schön- hausen, í föðurkyn var hann kominn af fornum aðli, sem rakti ætt sína aftur í miðaldir. í elli sinni gat hann þess einu sinni með nokkurri meinfýsi, að ætt sín stæði dýpri rótum í Brandenborgarmörk- inni en Prússakonunga, sem hefðu verið aðkomumenn. Móðir Bismarcks var af borgaraættum og margt lærdómsmanna og embættismanna í móðurkvni hans. Ef til vill hefur hið borgaralega blóð átt sinn þátt í að gera úr þessum nið fornar aðals- ættar þann mann, sem snjallastur hefur orðið í stétt prússneskra junkara. Eftir ærslafull háskólaár og stutta dvöl í prúss- neskri embættismannastétt hvarf hann til búa ættar sinnar í Pommem, eftir dauða föður síns 1845 settist hann að á Schön- hausen. Um það leyti kynntist hann hópi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.