Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 98

Andvari - 01.06.1966, Side 98
96 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI óstutt. Og hann gekk feti lengra: í einu bréfa sinna frá Pétursborg sagði hann, að Prússlandi væri nú nær aS stefna her sínum í suSurátt allt til Bodenvatns og láta hermenn sína stinga landamæra- stólpunum í baktöskur sínar. Hann hafSi fyrir löngu spáS því, aS pólitískar krepp- ur í Evrópu mundu gefa Prússlandi byr í seglin. Hér gafst því tækifæri til aS sprengja Þýzka ríkjabandalagið í loft upp og færa út veldi prússneska ríkisins. En Bismarck fékk engu ráSiS, enda hraus prússnesku stjórninni hugur viS slíkum ráðstöfunum, sem hún lagSi aS jöfnu viS byltingu. En að slíkri byltingu stefndi Bismarck. RáSum hans var ekki hlýtt og sjálfan skorti hann þaS, sem hugur hans hafði þráð um langa stund: valdið. Ung- ur hafði Bismarck sagt í bréfi til eins vinar síns, að hann vildi ekki iðka aSra hljómlist en þá, er honurn léti. Allt frá ungum aldri kunni Bismarck því illa aS vera undir aðra gefinn. AS ætt og upp- eldi var hann riddaragósseigandinn, al- valdur landsdrottinn sveitaalmúgans, bænda og vinnumanna, og þessi tilfinn- ing að kenna valds síns yfir mönnum fylgdi honum inn í stjórnmálin, mark- aði persónuleika hans í embættum sendi- herra, forsætisráðherra og kanslara. MeSan hann var sendiherra var hann oft yfir- boðurum sínum stríður í taumi og gekk sínar eigin götur eins langt og hann treysti sér án þess að gerast sekur um embættis- legt agabrot. Nú var þetta mjög breytt, er hann var skipaSur forsætisráðherra Prússlands haustið 1862 og utanríkis- ráðherra nokkru síðar. Markinu var náS. Hann lék ekki lengur á veika fiðlu í hljómsveitinni. Hann hafði hljómsprot- ann í hendi sér. Innan stundar mundi allt Þýzkaland dansa eftir lagboSa hans. Þegar Bismarck tók völd hafSi deilan milli krúnu og þings staðið látlaust í tvö ár. SamtíSannönnum þessarar viðureign- ar var Ijóst, að í reynd var þessi viður- eign deila tveggja stétta, borgara og junk- araaðals. 1 samtíð og síðari söguritum hef- ur deilan veriS kölluð stjórnarskrárbarátt- an í Prússlandi og má það vel standast. Ágreiningurinn um herlögin og fjárveit- ingu til hersins snerist um það, hvort hinir þjóðkjömu fulltrúar fengi nokkurt vald yfir hernum, sem junkararnir ásamt konungi sínum höfðu stjórnað með fullu alræði um aldir. Reynsla sögunnar hafði sannað það ótvírætt, að herinn var úr- slitavaldið í Prússlandi; þegar þingfull- trúar 'borgarastéttarinnar seildust til þessa valds, þá töldu konungur og junkaraaS- all að hér væru framin pólitísk helgispjöll. Þeir sem næstir stóðu konungi á þessum árum, hermálaráðherrann Roon og Edwin von Manteuffel, sem var fyrir hermála- skrifstofu konungs, bjuggust við byltingu á hverri stundu. En þeir hjuggust ekki aSeins við henni. Þeir vildu espa og egna stjórnarandstöðuna svo, að uppþot yrðu og götuóeirðir og hernum gæfist kost- ur á aS drekkja byltingunni í blóði. Þá væri hægt að afnema þessa stjórnarskrá, sem Prússakonungur hafði neyðzt til að gefa þjóSinni af fullveldi sínu. Þessar hugmyndir hinna afturhaldssömu ráð- gjafa Prússakonungs voru svo vel á veg komnar, að gerSar höfðu verið nákvæmar áætlanir um að taka Berlín með hervaldi og lýsa yfir umsátursástandi. Hugmyndir þessar voru raunar ekki nýjar af nálinni. Þær höfðu veriS ræddar í hirðklíku Leo- polds von Gerlachs á haustmánuðum 1848 og enginn hafði verið eins ákafur formælandi þeirra og Bismarck. 1 nóvem- ber 1848 skrifaði hann konu sinni eftir ráðherraskiptin: Ef ráðuneytiS gerir skyldn sína, þá efast ég ekki um það, að blóði verður úthellt. Fjórtán ár voru liðin síSan Bismarck hafði viljað taka lýðnum blóð, en bæði var það, að hann hafði lært margt í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.