Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 102

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 102
100 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI inn á bátum og prömmum yfir á eyjuna Als. Það skipti engum togum: Danir urðu að biðjast friðar og 30. október urðu þeir að láta af hendi Slesvík, Holstein og Lauenburg. En nú reis upp það mikla vandamál hvað gera ætti við herfangið, hin þýzku hertogadæmi. íbúar hertogadæmanna vildu engan annan drottin yfir sér en Friðrik VIII. af Agústenborg. Þessi krafa var studd af svo til öllurn ríkjum í Sam- bandsþinginu og Austurríki sjálfu. En Bismarck var staðráðinn í að afstýra því, að enn eitt smáríkið bættist við Þýzka bandalagið, ríki sem án efa yrði Prúss- landi andstætt á Sambandsþinginu. Því það var ekki ætlun hans að efla Þýzka ríkjabandalagið, heldur mola það mélinu smærra. Arangurinn af hertogadæma- stríðinu hafði orðið sá, að Prússland gat komizt í návígi við Austurríki, Bismarck vildi ekki sleppa því út úr hertogadæm- unum heldur gera þau að vettvangi þar sem skuldaskilin rnilli Prússlands og Austurríkis færi fram. f júní 1865 krafð- ist Bismarck þess, að Friðrik hertoga yrði vísað á brott úr Holstein, um stund var ekkert líklegra en að stríð brytist út milli hinna þýzku stórvelda, en hvorugu þótti árennilegt að láta sverfa til stáls þá stundina. Það var því ekki um annað að ræða en komast að samkomulagi um stjórn hertogadæmanna til bráðabirgða. f ágúst 1865 samdist svo með þeim, að Austurríki skyldi hafa á hendi stjórn í Holstein, en Prússland í Slesvík, en bæði ríkin hafa nokkur réttindi í hertogadæm- unum sem heild. Lauenburg keypti Prússa- konungur fyrir fé. Þetta var aðeins bráða- birgðasamkomulag, allt lék málið enn í lausu lofti og það kom Bismarck sér- staklega vel. f slíkri samstjórn til bráða- birgða gat Bismarck leikið allar listir sínar, hann átti jafnvel kost á að ákveða sjálfur þá stund er honum var heppileg- ust til þess að bola Austurríki út úr Þýzka ríkjabandalaginu og láta svo ræt- ast gamlan draum. Um haustið 1865 barst Austurríki færi á að leysa pólitísk vandamál sín með friðsamlegum hætti. Ítalíustjórn bauð Austurríki að kaupa af því Vcnezíuhérað gegn ófafé og Bismarck gerði slíkt hið sama að því er varðaði réttindi Austurríkis í báðurn hertogadæm- unurn. En valdhafar Austurríkis voru slegnir slíkri blindu, að þeir höfnuðu báðum tilboðunum, og þetta var eitt mesta glappaskot í sögu Dónárríkisins á 19. öld. Raunar er ekki fullvíst, hvort þetta hefði afstýrt stvrjöld með Austur- ríki og Prússlandi. En hvað sem því líð- ur, þá er víst, að eftir þetta var stvrj- öldin óhjákvæmileg. Bismarck varð það nú léttur leikur að troða illsakir við Aust- urríki í hertogadæmunum. Edwin von Manteuffel hafði verið skipaður land- stjóri í Slesvík og hann bannaði þar allan pólitískan áróður fyrir valdatöku Ágústenborgarhertogans. Hins vegar lét hinn austurríski landstjóri það óátalið, að haldnir væru geysifjölmennir múg- fundir í Holstein til að styðja málstað hertogans. Þegar Bismarck skrifaði aust- urrísku stjórninni hótunarbréf og kvaðst mundu gera ráðstafanir til að hefta þenn- an áróður fyrir hertoganum, vísaði stjórnin öllum afskiptum af stjórnarfari sínu í Holstein á bug. I lok febrúar 1866 sagði Bismarck á fundi í prússneska ríkisráðinu að allar horfur væru á að vinslit yrðu við Austur- ríki. Nú lét Bismarck verða stutt stórra högga á milli. Hann gerir í apríl hern- aðarbandalag við Ítalíu, sem skuldbatt sig til að lýsa stríði á hendur Austurríki í því tilviki, að Prússland neyddist til að ráðast á það vegna endurskipulagningar Þýzka ríkjabandalagsins. Nokkru síðar varpaði Bismarck sprengjunni í alþjóðar- stjórnmál Þýzkalands: hann lét leggja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.