Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 109

Andvari - 01.06.1966, Síða 109
ANDVARI SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN . . . 107 arson frá Mel í MiSfirði er aðalsögu- hetja hennar ásamt Steingerði Þorkels- dóttur í Tungu. Kormáki er svo lýst í upphafi sögunnar. „Hann var svartr á hár ok sveipr í hárinu, hörundljós ok nökkut líkr móður sinni, mikill ok sterkr, áhlaupamaðr í skapi.“ — Ekki getur höf- undur sögunnar þess berum orðum, að hann hafi verið skáld gott, eins og vandi höfunda íslendingasagna er að bæta við mannlýsingar þeirra garpa; sem þeirri íþrótt voru vel búnir. Enginn þarf þó að fara í grafgötur um skáldskaparhæfi- leika Kormáks við lestur sögunnar, því að í fáum Islendingasögum eru tilfærð- ar fleiri visur eftir eitt skáld en í sögu hans, og að sama skapi eru þær vel ortar. Þessu næst segir í sögunni: „Þorkell hét maðr er bjó í Tungu. Hann var kvángaðr, ok áttu þau dóttur, er Stein- gerðr hét. Hon var í Gnúpsdal at fóstri. Þat var eitt haust, at hvalr kom út á Vatnsnes, ok áttu þeir bræðr Döllusynir (Kormákur og Þorgils). Þorgils bauð Kormáki hvárt hann vildi heldr fara á fjall eða til hvals. Hann kaus at fara á fjall með húskörlum. Maðr hét Tósti. Hann var verkstjóri ok skyldi skipa til um sauÖaferÖir ok fóru þeir Kormákr báðir saman, þar til er þeir kómu i Gnúps- dal, ok váru þar um nóttina. Þar var mikill skáli ok eldar gervir fyrir mönnum. Um kveldit gekk Steingerðr frá dyngju sinni ok ambátt með henni. Þær heyrðu inn í skálann til ókunnra manna. Ambáttin sagði: „Steingerðr mín, sjám vit gestina." Hon kvað þess enga þörf ok gekk þó at hurðunni ok sté upp á þreskjöldinn ok sá fyrir ofan hlaðann. Rúm var milli hlaÖans ok þreskjaldarins. Þar komu fram fætr hennar. Kormákr sá þat ok kvað vísu: Nú varð mér í mínu, menreið, jötuns leiði, réttumk risti, snótar ramma-ást, fyrr skömmu. Þeir munu fætr at fári fald-Gerðar mér verða, alls ekki veitk ella, oftarr an nú, svarra.“ Merking visunnar er: Nú varð hugur minn gripinn rammri ást. Kona rétti fyrir skömmu rist sína fram fyrir mig. Þeir fætur munu verða mér aÖ meini oftar en nú. Eg þekki annars alls ekkert til meyjarinnar. Varla mun ofmælt hjá Kormáki, að hugur hans hafi orðið gripinn rammri ást, er hann sá hina fögru fætur Stein- gerðar, því að á þessum fyrsta fundi þeirra orti hann til hennar hvorki meira né minna en tíu dróttkveðnar vísur, þar á meðal þessa fögru vísu, sem flestir munu kannast við: Brámáni skein brúna brims und ljósum himni Hristar hörvi glæstrar haukfránn á mik lauka. En sá geisli sýslir síðan gullmens Fríðar hvarmatungls ok hringa Hlínar óþurft mína. Björt augu konunnar brunnu á mig yfir hlerann, — mér verður órótt í skapi af því, — en eg sá til ökkla íturvaxinnar meyjar hjá þröskuldi. Þráin mun ekki fyrnast mér ævilangt. Seinna átti Kormákur eftir að seiÖa þá hljóma úr skáldhörpu sinni, er hann minntist Steingerðar og meinlegra örlaga þeirra, er ómað hafa hvað fegurst í forn- íslenzkum ástakveðskap.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.