Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 113

Andvari - 01.06.1966, Side 113
ANDVARI SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN . . . 111 stöðvaðist vegna hjartagæzku ekkjunnar Sigríðar Jónsdóttur, sem þá bjó þar. Vísa Hjálmars er svohljóðandi: Lét mig hanga Hallands-Manga, herða drangann viður sinn, fold réð banga flegðan langa fram á strangan húsganginn. Mörgum kann að virðast undarlegt, að sex ára barn skuli geta tjáð sig svo vel í myndum og líkingum og hafa jafn gott vald á dýru rími og vísan ber vitni. Þetta verður þó skiljanlegt, þegar haft er í huga, að Hjálmar var gæddur ríkri skáldgáfu í vöggugjöf og hefur verið óvenju bráð- þroska barn andlega. Og þótt hann ætti ekki kost annarrar bóklegrar kennslu en að læra að lesa og draga til stafs, hefur hann samt drukkið í sig allan fróðleik, sem hann heyrði umhverfis sig, einkum ef hann hefur verið skáldskaparkyns. Börn þeirra tíma, er hann lifði, ólust upp við rímnakveðskap og sagnalestur. Gáfuðum börnum og skáldhneigðum varð því jafn tamt að kasta fram vel kveð- inni stöku og börnum nú á tímum finnst auðvelt að telja upp að tuttugu. Hjálmar litli, sem gæddur hefur verið óvenju góðri rímgáfu, hefur fljótt náð valdi yfir skálda- málinu, orðgnótt þess og flóknum kenn- ingurn. Skemmtileg er sjálfs hans frásögn af því, er hann gerði fyrstu vísubyrjun- ina, en þá var hann og sex ára. Hjálmar segir svo frá: „Þá var eg á 6. aldursári, (1801—1802), er fóstra mín sáluga, Sigríður Jónsdóttir ekkja á Neðri-Dálksstöðum, kom mér fyrir vetrarlangt hjá vel nefndum hjónum Oddi (Gunnarssyni) og Þorgerði (Jóns- dóttur), vegna tilfellis hjá sjálfri sér. Þá hygg eg að Oddur væri um hálfsextugt að aldri (Oddur var þá 62 ára), og var eg þar þann vetur. Þá voru synir hans allir þrír, Einar, Jón og Gunnar, þar heima, ungir menn og mannvænlegir, og höfðu þegar tekið við sjóar útræði, en faðir þeirra setztur að kyrru búsforræði. Urðu þeir bræður allir formenn, og var Jón mjög fyrir þeim að sæhöppum og fleiru gæfulegu. Gott átti eg þennan vetur hjá þeim hjónum, og var þess enginn munur og eg væri þeirra son; lét Oddur mjög dátt að mér, með dýrðlegum áminning- um og fyrirbænum, en straffaði einarð- lega mót óhlýðni. Lét hann mig oft yrkja fyrir sig á kvöldin í myrkrinu, þegar fólkið svaf, og hló að mjög dátt. Spáði hann því oft, að eg mundi skáld verða, og hefir sú spá lítt rætzt, sem og gildir einu og betur fer. Vorið eftir kallaði fóstra mig heim aftur í móðurskaut sitt, og skilaði Oddur mér með tárum. Hann fór um vorið með mig einn á byttu austur yfir fjörðinn, og reri tveirn árum í suðaustan kylju á móti sér. Eg var allhræddur og lúrði niður í bobba, og lá mér hálmvisk, er hjartað skyldi. Mér fannst eitt sinn á miðjum firðinum, að kjölur byttunnar steytti snöggvast á einhverju hörðu, og sem ferjan snerist lítið eitt í rennslunni. Eg leit til Odds tárfullum augum og mælti: Eitthvað heggur kaldan kjöl, kippir leið af stafni. Oddur kvað við og mælti: Okkar beggja ferju fjöl flýtur í drottins nafni. Litlu síðar kom upp hrefna í kjölfar- inu, og stóð Oddi enginn ótti af henni. Við komum heim til fóstru minnar, og afhenti Oddur henni mig, og kvaddi mig með tárum, fyrirbón og signingum, sem þá var títt hjá guðhræddu fólki. Hafði hann þá gefið mér alklæðnað fallegan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.