Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 116

Andvari - 01.06.1966, Side 116
114 ÞORVALDUR SÆMUNDSSON ANDVARI efalaust byrjað snemma að yrkja. Fyrstu vísuna, sem varðveitzt hefur eftir hann, gerði hann, þegar hann var tólf ára. Nefnist hún Kveðið í úrkomu, og er all- dýrkveðin: Hrímis vafinn haus má sjá hvítu þoku-bandi; Dvalins fjömi drjúpa frá dropar óteljandi. Tveimur árum síðar orti Kristján eftirfarandi vísu, sem hann nefndi Stóð- um tvö í túni og mundu sjálfsagt margir vilja hana kveðið hafa: Tvö við undum túni á, tárin dundu af hvarmi, mig lét hrundin hauklig þá hvítum bundinn armi. Þegar Kristján var 19 ára, birtust nokkur kvæði eftir hann í blöðum norðan lands, þar á meðal hið snjalla kvæði, Dettifoss. Eftir það fór vegur hins unga skálds vaxandi, og má segja, að um ára- bil liti þjóðin á hann sem eitt fremsta skáld þeirra tíma. Tónn ljóða hans snart viðkvæma strengi í brjósti margra. Ljóð hans voru lesin og lærð, og vinsældir hans ukust með hverju nýju kvæði, sem frá hans hendi kom. En meinleg örlög lustu þennan gáfaða unga mann heljar afli, meðan hann var enn ungur að árum. Síðustu æviárin voru honum vonar- og gleðisnauð. Aðeins 26 ára var hann, þegar engill dauðans lokaði augum hans og leysti hann úr viðjum böls og harma. Og í kirkjugarðinum að Hofi í Vopna- firði beið þessa vegamóða mæðumanns griðastaðurinn, sem hann hafði eitt sinn kveðið um eitt af sínum fegurstu ljóðum. XII Fá skáld 19. aldar munu hafa átt jafn björt bernsku- og æskuár og Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, nema ef vera skyldu þeir Grímur Thomsen og amt- mannssonurinn frá Arnarstapa, Stein- grímur Thorsteinsson. Benedikt var sem kunnugt er sonur Sveinbjarnar Egilssonar kennara og síðar rektors og konu hans, Helgu, dóttur Benedikts Gröndals skálds og yfirdómara. Benedikt yngri var fædd- ur á Bessastöðum 6. október 1826 og ólst þar upp fyrstu 9 æviárin, en þá fluttust foreldrar hans að Eyvindarstöðum á Álfta- nesi og létu byggja þar allt upp að nýju. Þar ólst svo Benedikt upp ásamt systkin- um sínum til þess er hann fór úr föður- húsum og sigldi til Kaupmannahafnar til frekara náms, 1846. Benedikt var frábær námsmaður og fékk í bernsku og æsku þá beztu menntun, sem völ var á, enda ekki í kot vísað um kennsluna, þar eð Bessastaðir voru þá mesta menntasetur landsins og þar saman komnir margir lærðustu menn í kennara- stétt, en faðir hans, mikill lærdómsmaður og skáld, einn helzti kennari skólans um árabil. Um fyrstu námsár sín farast Bene- dikt Gröndal m. a. svo orð í sjálfsævisögu sinni, Dægradvöl: „Snemma var byrjað að láta mig lesa latínu og grísku (faðir minn kenndi mér þetta sjálfur); skrift og landafræði lærðum við börnin saman. Við lærðum Riises geografiu, sem er miklu stærri bók en seinna hefur verið í skólanum; þó hún ekki væri góð, þá lærðum við af henni fjölda af nöfnum t. a. m. öll fylkin í Rússlandi (45), öll Departementin í Frakklandi (86), alla staði — bjuggum til vísur eða rhythmus til að muna betur, t. a. m. fljótin í Ítalíu: Pó, Etsch, Tiber, Brenta, Piave, Tagliamento, Ofanto, Garigliano, Volturno. Og kann ég flest af þessu enn reip- rennandi. Topografíuna lærðum við af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.