Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 118

Andvari - 01.06.1966, Síða 118
116 ÞORVALDUR SÆMUNDSSON ANDVARI sem sýnir að hið dæmoniska lá nærri mér, og um leið að trúin á helvíti var líklega engin. Oehlenschláger segir: I Helved gale Haner, ei Nattergal og Lærkelil, der svömme sorte Svaner paa Vand som er af Svol og lld, og lummert brænder Grunden, der vifter ei den mindste Vind, derfor i Midnatstunden vi bade os i Maanens Skin. Þá orti ég: Hátt í helvíti gala hanar um dimma nóttu, né heyrast þar niðfagrir næturgala söngvar. Álftir svartar synda á sæ eldvellanda, brennisteinsgusur bruna brennheitum upp úr sverði. Raunar er þetta engin þýðing, en það sýnir styrk í málinu hjá 12 vetra gömlum dreng." Af framangreindum ummælum Grön- dals í ævisögu hans, má ráða, að bernsku- og æskuárin á Álftanesi hafa verið honum sérlega hugljúf og minningarík, og á efri árum hafa þau staðið honum fyrir hug- skotssjónum í nokkurs konar ævintýra- ljóma. Hinn andlegi arfur, sem hann hlaut í vöggugjöf frá báðum foreldrum sínum, var líka óvenju mikill og góður, og veganestið, sem hann fékk í föðurhús- um, varð honum notadrjúgt á lífsleiðinni. Kynni hins fluggáfaða, hugmyndaríka drengs af töfraheimi fornrita og þjóðsagna hafa og gert sitt til að lyfta huga hans á flug og blásið honum í brjóst þeirri „rómantísku fantasíu," sem fylgdi honum æ síðan á langri og viðburðaríkri ævi og einkenndi sum verk hans í ríkum mæli. En stórum fátæklegri væru íslenzkar bók- menntir hefði hann farið á mis við þessa „ástgjöf náttúrunnar." Sjálfum fannst honum á stundum hann vera vanmetinn og misskilinn og hverfa ómaklega í skugg- ann af öðrum þjóðskáldum. Hvað sem um það má segja, er það víst, að Bene- dikt Sveinbjarnarson Gröndal var sér- kennilegt og svipmikið skáld og fjölhæfur listamaður, og beztu verk hans munu lengi lifa í íslenzkum bókmenntum. XIII Við Breiðafjörð er víða fagurt og til- komumikið landslag. I skjóli sviptiginna fjalla Barðastrandar liggur „fjörðurinn bláöldum búni" með eyjum og skerjum, víkum og vogum. í austri og suðri lykur fagur fjallahringur um flóann til hálfs, og í suðaustri gnæfir útvörður Snæfells- ness, Snæfellsjökull, með drifhvítan fannafald „himinhár yfir sæ“. Á þessum slóðum eru margar kosta- ríkar jarðir, og voru sumar landskunn höfuðból fyrr á öldum, svo sem Bær á Rauðasandi, Hagi á Barðaströnd, Reyk- hólar á Reykjanesi, Skarð á Skarðsströnd, Hvammur 1 Dölum og Helgafell í Helga- fellssveit, svo að nokkrar séu nefndar. Það var á þeim tímum, þegar voldugar og ríkar ættir réðu lögum og lofum í land- inu og stórbrotnir og ríkilátir höfðingjar skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar með afreksverkum sínum, góðum eða illum. Lengi eimdi eftir af mikilleik sumra þess- ara staða, svo sem Skarði, en nú er svo komið, að elfur tímans hefur fyrir löngu máð út sýnilegar minjar um dýrð og veldi þeirra manna, er fyrrum gengu þar um garða, og hin forna dýrð heyrir minning- unni einni til. En þetta fagra, nægtaríka hérað getur státað af fleiru en fornum höfuðbólum og ríklunduðum og stórbrotnum höfðingj- um á horfinni frægðaröld. Þar hafa og vaxið úr grasi margir andans snillingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.