Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 6

Andvari - 01.05.1967, Page 6
4 JÓHANN BRIEM ANDVARl Þegar dálítið fer að birta, sjást hjarðir á beit í fjallahlíðum, og þolinmóðir hjarðmenn halla sér fram á stafi sína, sem eru lengri en mennirnir sjálfir. Og nokkur kolsvört hirðingjatjöld skilja sig út úr nóttinni. Þau eru rnikil um sig og hvíla á mörgum tjaldsúlum, en dúkurinn er ofinn úr geitarhárum. Þótt rnest beri á sauðfé, sjást einnig hjarðir af geitum, og stundum er hvort tveggja saman. Geiturnar eru allar svartar og gljáandi, en kindurnar gulgráar með stór lafandi eyru og langa og digra rófu. Þær líkjast meira hundi en íslenzkri kind. Þegar hjarðmaðurinn er á ferð með kindahópinn, er það ýmist, að hann rekur kind- urnar á undan sér eða hann gengur sjálfur á undan og kindumar elta, en oftast gengur hann í miðjum rekstrinum, og eru kindurnar bæði á undan honum og eftir og til beggja hliða. Nú þarf ekki að óttast ræningja á þessum slóðum, en alla tíð, meðan Tyrkir réðu hér ríkjum, fram á styrjaldarárin fyrri, var leiðin ótrygg. Ræningjarnir höfðu sinn umboðsmann í Jerúsalem, og varð hver, sem um veginn fór, að gjalda honum háan skatt, en fékk í staðinn bevís eða reisupassa og fékk þá að fara í friði. En sá, sem ekki sinnti þessu, var glötuninni ofurseldur. Tignir menn og þjóðhöfðingjar urðu að lúta sömu lögum og aðrir. Þegar Vilhjálmur 2. Þýzka- landskeisari var hér á ferð 1898, gerðist hann svo rausnarlegur, að hann veitti foringja ræningjanna þýzka orðu. Leiðin lækkar um 1200 metra frá Jerúsalem niður að Jórdan, en vegurinn er hvergi brattur. Þetta er nýr vegur með jöfnum halla og furðubeinn, þótt landið sé óslétt. Víða hafa verið sorfin skörð í kletta. En meðfram þessari nýju þjóðbraut sést gamli vegurinn í ótal beygjum og krókum. í hálfrökkri förum við austur yfir Jórdan. Móabsfjöllin eru eins og dökkur veggur framundan, sem hækkar óðum, en á tindi Nebófjalls er ennþá morgun- þoka. Nú eru ekki landamæri við Jórdan, samt standa vopnaðir hermenn á brúnni, en þeir tefja okkur ekki. Þegar komið er yfir ána, taka við Móabsvellir. Svo kvað Hallgrímur: Þá Israels lýður einkar fríður af Egyptó út réð ganga, eyðimörk langa yfir dró, á Móabs völlum þreyttur þó þá um siðir landtjöldum sló. Frá Jórdan er skammt austur að dalshlíðinni, og liggur vegurinn þá upp í brekkurnar. Hér er miklu brattara en niður í dalinn að vestan og leiðin styttri upp á brún. Vegurinn hlykkjóttur og seinfarinn, og eru smáþorp hér og þar, en niðri í dalnuin er hrjóstrugt land og byggð strjál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.