Andvari - 01.05.1967, Síða 10
8
JÓHANN BRIEM
ANDVARI
við hinn nýja, breiða þjóðveg og höldum út á hliðarbraut, sem liggur til vesturs.
Er sá vegur miklu mjórri og krókóttari. Landið er dálítið öldótt, en vegurinn
hlykkjar sig milli bleikra, grýttra hóla.
Þótt eyðirnörkin lækki heldur, er sunnar dregur, erum við enn uppi á há-
sléttu, nokkur hundmð metra yfir sjávarmáli. Nú taka við smábrekkur, upp
og niður, en hingað til hefur landið verið marflatt. Ökumaðurinn dregur úr
ferðinni, og það er hvíld í því að fara hægar yfir og sjá betur landið í kring.
Eftir nokkra stund kemur í ljós fjallkambur beint framundan með hvössum
bergstrýtum og sundurskorinn af gjám. Hann er hárauður að lit eða rósrauður,
og er liturinn svo einkennilegur og óeðlilegur, að ég stari agndofa og hugsa:
Þetta getur ekki verið rétt. Svona eru ekki fjöll á litinn. Ekillinn bendir mér
á þetta einkennilega fyrirbrigði og segir: í þessum fjöllum er Petra. En þangað
er ferðinni heitið til að sjá hinar földu borgarrústir, sem naumast eiga sinn
líka í allri veröldinni.
Þá er ekið niður í dalverpi, og sjást þar nokkrir kofar. Lóðrétt standberg er á
hægri hönd, en vatnsmikil lind rennur undan klettinum í skugga dökkra, grósku-
mikilla trjáa, er stinga mjög í stúf við bleikt grjótið. Hér er numið staðar, og ég
spyr ekilinn, hvað hér sé að sjá, en hann svarar: Aín Músa—Mósesarlind. Það
var hér, sem Móses sló vatn af bergi, þegar lýðurinn var að örmagnast af þorsta.
Spratt þá upp lind, þar sem áður var þurr eyðimörk, og hefur hún streymt alla
tíð síðan.
Nokkrir gamlir Arabar eru á rölti hér í kring með asna sína, og tvö lítil börn
spígspora berfætt kringum lindina, sennilega í þeirri von, að ferðamenn, sem
hingað kynnu að koma, létu eitthvað af hendi rakna við þau. Þau gætu verið
6—8 ára, kaffibrún á hömnd með blásvart, slétt hár og fríð sýnum. Öll Araba-
böm eru falleg. Þessi böm eru hæversk og sýna enga áleitni, eins og títt er
urn böm í Austurlöndum. Eg nota tækifærið, tek af þeim margar myndir og
gef þeim aura fyrir. Hér er þetta óhætt, því engin önnur böm eru nálægt. En
ég hafði áður brennt mig óþægilega á því að gefa krökkum peninga, því þá
er allt orðið fullt af börnum í kringum mann áður en varir og hópurinn svo stór
og aðsópsmikill, að ég hrósa happi að komast inn í bílinn aftur. Og þá berjast
gríslingarnir um aurana, þeir stóm hrifsa af þeim litlu, og gjöfin verður
þiggjendunum aðeins til ama.
Lindin, sem rennur undan klettinum, fellur í grunna steinlagða þró, en
hellum er raðað í kring. Umhverfis er garður hlaðinn úr höggnum steinum,
mittishár. Dökkur Arabi með rauðleita hettu hallar sér fram á múrinn og
kveinkar sér ekki, þótt ég taki mynd af honum, en margir trúa því, að það stytti
ævina, varla þó meira en um 2—3 daga.