Andvari - 01.05.1967, Page 25
JÓN GÍSLASON:
,Oidípús konungur'
og höfundur hans
i
Ymsar persónur í grískum goðsögnum,
hetjukvæðum og harmleikum hafa nú
um aldaraðir átt öruggan þegnrétt í hug-
um þúsundanna. Hver kynslóðin af ann-
arri hefur risið og hnigið eins og öldur á
sæ, en í öllu því brimróti hafa þessir minn-
isstæðu „svipir fornaldar" aldrei færzt í
kaf. Fólk hinna römmu örlaga var orðið
óafmáanlegt í vitund manna eins og stór-
fenglegar kynjamyndir, sem náttúran sjálf
ristir í hamra eða fjallseggjar. Eilíf og al-
gild lögmál lífs og breytni höfðu hér í
ljóðum og sögum klæðzt svo eftirminni-
legum búningi, að eigi var auðvelt um að
bæta. Einna fremstur í þessum flokki
ógleymanlegra örlagahetja mun vera
Oidípús konungur, með því svipmóti,
sem Sófokles hefur gefið honum í sam-
nefndum harmleik.
II
Fróðlegt er að athuga, hvað vitað er
um persónu Oidípúsar, áður en Sófokles
fór um hana höndum. í Uíonskviðu er
aðeins einu sinni vikið að Oidípúsi,
i tveimur Ijóðlínum, þar sem segir, að
hann hafi fallið í orustu og útfararleik-
ir hafi farið fram í erfi hans(Il. XXIII
679). Samkvæmt því hefur höfundur
Ilíonskviðu hvorki talið Oidípús blindan
né útskúfaðan úr mannlegu samfélagi,
er hann féll.
Öðruvísi er þessu farið í Odysseifs-
kviðu (Od. XI 271—280). Er augljóst
að þar er gert ráð fyrir, að sögnin um
Oidípús, eins og harmleikaskáldin segja
hana síðar, sé öllum kunn. Meðal þeirra
kvenna, sem Odysseifur kemur auga á
í undirheimum, er Epíkasta, sem síðar
var nefnd Jókasta: „Hún framdi óvit-
andi þann stórglæp, að hún giftist syni
sínum, en hann vó föður sinn og átti
móður sína, og létu guðirnir það brátt
verða heyrumkunnugt. Hann réð yfir
Kadmeum í hinni unaðarsamlegu Þebu
við miklar mannraunir sökum hinna
meinsamlegu álaga goðanna, en hún var
yfirbuguÖ af hugarsorg þeirri, er á hana
stríddi, festi hún langa snöru niður frá
enu háva þvertré, og fór til heimkynna
hins sterka Hadesar, sem heldur harð-
læstum dyrum sínum; eftirskildi hún
honum allar þær margvíslegu raunir,
sem Refsinornir koma til leiðar í móður-
hefndir!" — Svo farast Hómer orð á
þessum stað í Odysseifskviðu, í þýðingu
Sveinbjarnar Egilssonar.
III
I þessum skuggalegu og áhrifaríku
Ijóðlínum er kjarni sagnarinnar fólginn,
eins og harmleikaskáldin segja hana síðar:
Guðimir hafa bannað Laíosi, konungi í
Þebu, að eignast börn. Ef hann eignast
son, þá mun sá hinn sami að örlagadómi