Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 29

Andvari - 01.05.1967, Side 29
ANDVARI OIDÍPÚS KONUNGUR OG HÖFUNDUR HANS 27 fremur þolendur en gerendur, að Medeu einni undanskilinni. Má raunar kveða svo að orði, að persónur hans séu fremur leiksoppar grimmra örlagavalda en hetjur. Persónur Sófoklesar eru hins vegar sjálfar með gerðum sínum og óbilgirni ábyrgar fyrir hinum hörmulegu enda- lokum. 1 harmleikum Evrípídesar kemur ógæfan oftast eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún er ekki sprottin af viðbrögð- um annarra manna við þrjózku og óbil- girni, heldur stafar öll ógæfa af gerræði guðanna. Afrodíta hefur kveðið upp dauðadóm yfir Plippolýtosi (í samnefndum leik), áður en leikurinn hefst. Hera sendir þernu sína, Vitfirring, gegn Heraklesi (í leiknum „Herakles óður“). Díonýsos vínguð freistar sjálfur Penþeifs (í Bakk- ynjunum) og tælir hann út í opinn dauð- ann. I leikritum Sófoklesar hvílir öll ábyrgðin á herðum hetjunnar. Evrípídes dregur hins vegar í efa, að maðurinn sé frjáls gerða sinna. Guðirnir eru að vísu rneð í spilinu, en nú skerast þeir í leik- inn af algeru tillitsleysi og miskunnar- leysi í því skyni einu að koma atburða- rasinni í þann farveg, sem þeir vilja láta sér lynda. Og tíminn leiðir alls ekki í ljós, eins og í leikritum Aiskýlosar, að vilji þeirra sé þrátt fyrir allt öllum fyrir heztu. Hippolýtos, Faidra, Herakles, Penþeifur og ýmsar aðrar hetjur Evrí- pídesar verða saklausar að þola ofbeldi af hendi guða, sem hugsa um það eitt að upphefja sjálfa sig og refsa með þján- ingum þeim mönnum, sem þeir telja hafa lítilsvirt sig. Hér opnast ekki nein söguleg útsýn eins og í leikritum Aiský- losar, er fylli þ’án'ngarnar einhverri merk- ingu. Eina hL?v";iin, sem skáldið veitir hrelldum lýð b, -. ,a harðbrjósta heims, er su að glata aldrei sjálfsvirðingunni. Göfug- mennin bregða sér hvorki við sár né bana. Milli þessara tveggja skauta, vonar og örvæntingar, Aiskýlosar og Evrípídesar, skapar Sófokles harmsögulegan heim, þar sem maðurinn er frjáls og ábyrgur gerða sinna. Stundum leiða þjáningarnar hann til sigurs, en þó oftar til hrösunar og falls, sem í senn er sigur og ósigur. Þyrni- kórónan og sigursveigurinn fléttast sam- an. VI Mælt er, að Aiskýlos hafi sagt, að kalla mætti leikrit sín bita af borði Hómers. I vissum skilningi hefði Sófokles með enn meiri sanni getað heimfært þessi ummæli upp á sína harmleika. Reiði Akkillesar, eins og Hómer fer með það efni í Ilíons- kviðu, má heita, að sé fyrirmynd Sófo- klesar. Akkilles ber með sér öll einkenni hetjanna eins og vér kynnumst þeim í harmleikum Sófoklesar: Hann er hald- inn fársfullri heiftarreiði. Þráhyggja hans um særðan metnað og sjálfsvirðingu gagntekur hann. Hann logar af heift til þeirra, er hann telur hafa beitt sig rang- indum, og vísar öllum á bug með harðri hendi, er vilja telja hann á að breyta ákvörðun sinni. Skýrast kemur þetta í ljós í XI. þætti Uíonskviðu, þar sem þrjár at- rennur eru gerðar til að telja hinni óbil- gjörnu hetju hughvarf, en þeim áhlaup- um er öllum hrundið. En einmitt þessa aðferð hefur Sófokles tileinkað sér: Hetjan í harmleikum hans verður að standast hvert áhlaupið á fætur öðru. Aðstöðu hennar er bezt lýst með líkingu þeirri, er Sófokles notar í harmleiknum „Oidí- pús í Kólonos" (Ijóðl. 1240—1241), er hann segir, að blindur öldungurinn, hetj- an, sé eins og sjávarhöfði norður í höfum, sem brimið gnauði á úr öllum áttum. Eins og höfðinn stendur hetjan af sér ham- farir ofsans og lætur hvergi bifast. Alkunnugt er, að Sófokles var í nán- um tengslum við hetjudýrkunina. Sam- borgarar hans fólu honum t. a. m. að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.