Andvari - 01.05.1967, Síða 39
ANDVARI
ÓBÓTAVERKIÐ
37
atriðum. Og það er um hana eins og tepp-
ið, að hægt er að halda áfram að rannsaka
hana árum saman og finna alltaf eitthvað
nýtt.
Þetta eru atriði, sem ekki verða túlkuð
með því að endursegja söguna í stuttu
máli. Sagan er oss sögð á hér um bil 350
blaðsíðum og er mjög spör á orð, og þær
síður eru mjög fáar, sem hægt er að hlaupa
yfir án þess að fórna einhverjum hluta
þeirrar harmsögu, sem óhjákvæmlega
leiðir að hátindi verksins og því, sem
síðar gerist. Eg fjalla hér um mannleg og
félagsleg svið sögunnar, og við þau gerir
söguhöfundurinn aldrei athugasemdir.
Hann skráir staðreyndir, en dregur aldrei
ályktanir af þeim.
PERSÓNURNAR
Oss er lítið sem ekkert sagt frá öllum
fjöldanum af aukapersónum, sem koma
fram í þessari sögu, nema kannski að þar
se um að ræða son eða frænda einhvers
manns, sem ber flókið nafn, er vér höfum
ekki áður heyrt og heyrum aldrei síðar.
En vér vitum töluvert um aðalpersónur
harmleiksins, og stuttar, lifandi lýsingar
eru á útliti sumra þeirra.
Sjálfur var Njáll uppnefndur „karl
hinn skegglausi", af því að enginn skegg-
vöxtur var á andliti hans — algengt háðs-
efni óvinum hans. Engu að síður var hann
myndarmaður, en gamall orðinn, þegar
sagan hefst. Vér vitum eigi, hversu gamall
hann var, en oft er lögð áherzla á aldur
hans, og sagan nær yfir árabil. Hann var
áreiðanlega fyrir löngu af bezta skeiði.
Njáll var auðugur landeigandi og átti að
minnsta kosti tvö stórbú, annað þeirra,
Bergþórshvoll, var sviðið, þar sem sagan
nær hátindi sínum. Þetta hlýtur að hafa
verið stórt bú, þvi að vér vitum að heim-
ilismenn voru yfir fimmtíu. Þetta er ekkert
undrunarefni, því að norrænir menn
reistu sér oft mjög stór hús, og í einum
stað heyrum vér talað um hús, þar sem
aðalskálinn var tvö hundruð fet á lengd.
Elúsið mun hafa verið reist að öllu leyti
úr timbri og sennilega fagurlega skreytt
með útskurði.
Eins og Njáli er lýst í sögunni er hann
sönn ímynd roskins stjórnspekings, —
vitur, mikill lagamaður, frjálslyndur og
og gæddur þeim hæfileika, sem var sjald-
gæfur með norrænum mönnum, að sjá
fyrir óorðna hluti. Samtíðarmenn hans
hugðu jafnvel að hann væri skyggn. Hjá
honum var mjög leitað ráða, og gaf hann
þau fúslega. Hann var einstaklega hógvær
og góðlyndur maður, sem hataði ofbeldi,
en var jafnframt gæddur miklu hugrekki.
Hann var ákaflega örlátur, og það var hlá-
legt, að þetta örlæti, einkum við óvini
hans, varð ein af ástæðunum til dauða
hans. Njáll tók kristni á þeim tíma, er
sagan greinir ‘frá, og hann virðist vera
nálega sá eini af persónum vorum, sem
skilur, hvað kristindómurinn er í raun og
veru.
Kona hans hét Bergþóra,— hugrökk
kona og ágæt eiginkona og móðir, en
stolt og deilugjörn. I allri sögunni stafa
illdeilur milli ætta oft frá konum, og oft
eggjuðu þær menn til illverka. Húsfreyja
á borð við Bergþóru naut mikillar virð-
ingar og gat haft mikil áhrif á athafnir
fjölskyldunnar.
'Njáll og Bergþóra áttu þrjá sonu og
þrjár dætur. Auk þess átti Njáll óskil-
getinn son, 'Höskuld að nafni, með konu,
er Hróðný nefndist. Einhvern tíma hlýtur
hún að hafa verið hjákona Njáls, eða
arinelja Bergþóru, en þetta skemmtilega
heiti notuðu norrænir menn. Höskuldur
bjó ekki hjá Njáli eða fjölskyldu hans,
heldur með móður sinni, og mynd hans
er fremur óljós allt í gegn. Dæturnar þrjár
gegna ekki miklu hlutverki í sögunni,
og af sonunum er Skarpheðinn langmerk-
astur, elztur þeirra, stór maður, og öflugur,