Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 42

Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 42
40 NIGEL BALCHIN ANDVARI upp um Þráin, en það hafði valdið þeim miklum þrengingum og næstum kostað þá lífið. Jarlinn hafði sýnt fljótfærni og ráðizt á syni Njáls, en yfirsjón hans var allvel skiljanleg, ef honum hafði þá mis- sýnzt. En áhrifanna af hamingjuleysi Hrapps var aðeins byrjað að gæta. Þegar Njáls- synir komu aftur til íslands með Kára, voru þeir nefnilega mjög reiðir Þráni, sem þeir töldu orsök allra hrakninga sinna. Það var eðlileg ályktun, þó að hún væri kannski ekki alveg sanngjörn. Ef til vill hafði Þráinn getið sér þess til, að jarlinn snerist gegn bræðrunum, þegar hann komst undan, en varla var hægt að búast við, að hann sleppti tækifærinu til að bjarga sjálfum sér. En Njálssonum fannst sannlega, að Þráinn skuldaði þeim nokkrar bætur. A hinn bóginn var Hrappur nú nánasti þjónustumaður Þráins, og auðvitað hataði hann bræðurna, af því þeir höfðu neitað að hjálpa honum. Hér var tilefni stórdeilu, og ráðið, sem Njáll ræður sonum sinum, veitir merki- lega innsýn í skapgerð hans. Idann vildi allt til friðarins vinna eins og jafnan endranær og taldi betur farið, ef aldrei hefði verið minnzt á það, sem gerðist í Noregi, þegar synir hans komu heim. En þar sem þetta mál er orðið á allra vörum, samþykkir hann, að eitthvað verði að gera til þess eins, að þeir haldi sæmd sinni. Hann brýnir fyrir sonum sínum, að þeir skuli ekki heimsækja Þráin sjálfir, enda mundi það að öllum líkindum leiða til mannvíga, heldur nota menn til meðalgöngu, sem stingi upp á, að Þráinn bjóði þeim bætur. Á ráði hans er þó undarlegur uppgjafarsvipur, og aug- ljóst er, að hann hefur ekki haft miklar vonir um friðsamlega lausn og séð fyrir í megindráttum og kannski aukaatriðum blóðhefndir þær, sem i vændum voru. Ráði hans var þó hlýtt. Fyrst var einn af bræðrum Þráins sendur til hans sem meðalgöngumaður og síðan Kári. Þegar þeir komu aftur, neituðu báðir að hafa eftir orð Þráins. Sú ályktun verður af dregin, að orð hans hafi verið slík, að þau hefðu magnað deiluna, ef bræðrun- um hefðu borizt þau til eyrna. Þar kom að lokum, að ekki varð lengur komið í veg fyrir, að bræðurnir sjálfir sæktu Þráin heim. Kári var í fylgd með þeim. Viðtckurnar voru kuldalegar og móðgandi, og Þráinn vísaði kröfu þeirra óðar á bug. Hallgerður varð einkum fyrir svörum, tengdamóðir Þráins, og Hrappur. Hún var kona, sein hafði á sér hið versta orð, kunn að því að vekja deilur. Hall- gerður móðgaði bræðurna eins og drukk- in fiskikerling og lét fylgja með að vanda nokkrar háðglósur um skeggleysi föður þeirra; en Hrappur hreykti sér, bauð til einvígis og hafði í hótunum. Þráinn einn reyndi að halda aftur af fylgjendum sínum og stöðva illyrðaflauminn. Skarp- heðinn var jafnan skjótur til svars og svaraði á hæl hverri móðgun og hótun, en þegar bræðurnir hurfu frá, var aug- Ijóst, að litlar vonir voru um friðsamlega lausn. Þegar heim kom, urðu vonirnar jafn- vel enn minni. Njáll talaði enn, og þó vonlaus, um að forðast vígaferli, en Berg- þóra, móðir þeirra, ögraði þeim með því, að almannarómur mundi segja: „Þat mun engi nú ætla, at þér þorið vápn at hefja". Kári reyndi að þagga niður í henni eins og Þráinn Hallgerði, en nú var Ijóst, að maðurinn hamingjulausi og tungur tveggja þrætugjarnra kvenna höfðu lokið sínu hlutverki. Engu blóði hafði verið úthellt í deil- unni og því ekki skapazt blóðhefndar- skylda, en eftir að bræðurnir og Kári höfðu sótt Þráin heim, vissi hann auðvitað, að líf hans var í hættu. Hann hagaði sér sem hégómlegur, dálítið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.