Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 44
42
NIGEL BALCHIN
ANDVABI
ÞaS var ráð Skarpheðins að geía þeim
líf, og ástæður hans voru skiljanlegar, því
að Grani var sonur hetjunnar Gunnars
á Hlíðarenda, sem verið hafði vinur
Njáls og sona hans. Þessi göfugmennska
hans var illu goldin, eins og oftar ber
við í sögunni.
Síðar gengu bræðurnir og Kári á stað-
inn, þar sem Skarpheðinn hafði stokkið
og sáu, að stökkið var 24 fet. Við þetta
gerir Sir George Dasent svohljóðandi
athugasemd: „Mikið stökk, en ekki urn-
fram mannlega getu“. Auðvitað er tutt-
ugu og fjögurra feta stökk á færi afburða
langstökkvara með sérstaklega útbúinni
hlaupabraut og stökkmarki, en það
mundi hljóta að teljast ofvaxið vopnuð-
um manni, sem ber öxi í hendi og stekk-
ur af árbakka. Hins vegar gæti fær ís-
knafctleiksmaður rennt sér fram hjá and-
stæðingi sínum og klofið hauskúpu hans
í einu höggi. 1 sumum ísknattleikjum
virðist eitthvað slíkt vera megintilgangur
leiksins. Kannski er misskilningur að
taka of hátíðlega frásagnir af hetjuskap í
vopnaviðskiptum. Oss er sagt, að Skarp-
heðinn væri frábærlega hraustur og
leikinn maður, og þarna sýndi hann
það, svo að ekki varð um villzt.
Njálssynir höfðu nú hefnt sín, þar
sem Þráinn og Hrappur voru báðir dauð-
ir; og þar sem sumir bræðra Þráins, aðrir
Sigfússynir, höfðu aldrei talið hann alveg
í fullum rétti í þessari deilu, gat Njáll
nú boðið fébætur fyrir dráp Þráins og
fengið menn til að fallast á þær. Báðir
aðilar gáfu hin venjulegu heit um frið
og fullar tryggðir, og deilan virtist á
enda kljáð, að minnsta kosti um sinn.
Hér var það að Njáll sýndi sérkenni-
lega göfugmennsku sem oftar. Þráinn
átti son, Höskuld að nafni, (sem ekki
má rugla saman við Höskuld Njálsson).
Hann var gjörvilegur, gáfaður og aðlað-
andi drengur. Njáll spurði hann í heim-
sókn, hvort hann vissi, hvernig faðir
hans hefði dáið. Drengurinn svaraði,
að hann vissi, að Skarpheðinn hefði
vegið hann, en þar sem bætur hefðu
komið fyrir, þyrfti ekki að ræða það mál.
Samkvæmt norrænni siðaskoðun lýsti
svar þetta frábærri háttvísi, og Njáll
svaraði þessu til: „Betr er svarat en ek
spurða“. Njáll kvað Höskuld vera manns-
efni gott og tók hann til sín í fóstur.
Næstu árin óx Höskuldur upp með
Njálssonum, og allt sem vér heyrum frá
honum sagt, gefur í skyn, að spásögn
Njáls hafi rætzt. Höskuldur varð vissu-
lega ágætur maður, og var honum unnað
af öllum, einkum Njálssonum, að því er
oss er sagt. Þeir fylgdust jafnan að.
Þessi friðsæli hamingjutími hlýtur
að hafa staðið nokkur ár, —■ þau ár,
sem Höskuldur óx úr dreng í fullorðinn
mann — og á þessum árum tók deilan
gamla sig aldrei upp. Á alþingi talaði
Njáll með kyrrlátu stolti um fullkomnun
sáttanna og nefndi þetta dæmi um það,
hverju mætti til leiðar koma með hóg-
værð og góðvild; og þegar Njáll reið
austur í mikilvægum erindagjörðum,
fylgdu honum ekki aðeins synir hans og
Kári, heldur og Sigfússynir, bræður
Þráins, sem drepinn var.
Þetta brýna erindi 'Njáls austur var
að biðja konu til handa Höskuldi, fóstur-
syni sínum. Njáll vildi fá Ilöskuldi fyrir
konu Hildigunni, sem var frændkona
Flosa, mikils og voldugs höfðingja. Flosi
fagnaði Njáli hjartanlega og virtist í
rauninni hlynntur því, að ráðin tækjust,
en sjálf var Hildigunnur ung kona og
skaprík. Hún setti það skilyrði fyrir gift-
ingu þeirra Höskuldar, að hann hefði
einhver mannaforráð í þjóðfélaginu, væri
goðorðsmaður. Njáll kvaðst mundu reyna