Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 46

Andvari - 01.05.1967, Síða 46
44 NIGEL BALCHIN ANDVARI Lýtingur þóttist þó aldrei hafa tekið sættum fyrir víg Þráins, og skömmu seinna sat hann fyrir Höskuldi Njálssyni, þegar hann fór fram hjá, ásamt tveimur bræðrum sínum og þremur húskörlum, og felldu þeir hann eftir harðan bardaga. Þeir virðast ekki hafa lýst vígi á hendur sér, að réttum hætti, en flýðu og fálu sig i skógunum. Þetta var ekki aðeins morð, framið af furðulegum bleyðiskap, en einnig svo heimskulegt og marklaust, að menn hljóta að efast um, að sagan segi hér allan sann- leikann. Jafnvel á 10. öld var það óvenju- legt á íslandi, að menn væru drepnir fyrir það eitt að riða hjá túngarði; og þótt sú yfirlýsing Lýtings hefði verið rétt, að hann hefði aldrei tekið sættum fyrir víg Þráins, hefði það verið mjög léleg afsökun fyrir því að vekja aftur upp blóðhefndina, þegar hvorki bræður Þráins né sonur hans vildu það. Ennfremur hefði enginn maður með fullu viti viljað vekja að nauð- synjalausu blóðuga deilu við Njálssonu og Kára, einhverja mestu vígamenn í landinu. Lík Höskuldar var fært Hróðnýju, móður hans, sem flutti það á sleða að Bergþórshvoli. Hún veitti líkinu ekki ná- bjargir, en lét Skarpheðni það eftir og lagði i hans hendur skylduna að hefna hálfbróður síns. Vér mundum ekki hafa búizt við, að Bcrgþóra væri sérlega áfjáð í að hætta lífi sinna eigin sona til að hefna sonar „arinelju" hennar, en hún hvatti ákaft til hefnda eins og hún var vön. Eina áhyggjuefni hennar var, að Höskuldur Hvítanesgoði mundi bjóða bætur, þegar hann frétti um morðið, og við hótunum kynni að verða tekið. Skarpheðinn og bræður hans voru henni sammála, og hér kemur annað óskiljanlegt atriði í allri atburðarásinni. Frá þeirri stundu, sem hefndin var ákveð- in, virðist það hafa verið talið sjálfsagt, að Höskuldur Hvítanesgoði yrði fórnar- lambið. Þetta virðist alveg andstætt allri skynsemi. Höskuldur Hvítanesgoði átti engan þátt í morðinu, og hafði raunar harðlega neitað allri þátttöku. Hann og Njálssynir höfðu verið aldir upp saman, og oss er oft sagt af óvenju hlýrri og heilli vináttu þeirra. Hann var aðeins í tengdum við morðingjann sjálfan. Hvers vegna var hann þá valinn að skotspæni? Þarna virðast vera tvær hugsanlegar skýringar. Hin fyrri er sú, að Skarpheðinn og bræður hans hafi trúað með réttu eða röngu, að Höskuldur Hvítanesgoði hefði verið í vitorði um morð hálfbróður þeirra — með öðrum orðum, að Lýtingur hefði aðeins verið verkfæri í annarra höndum. Hið eina, sem hugsanlega bendir í þessa átt, er það, að Höskuldur Hvítanesgoði sagði ekki Njáli eða fólki hans frá uppá- stungu Lýtings, en lét sér nægja að neita þátttöku og reið á brott. En það virðist mjög ósennilegt eftir öllu að dæma, sem sagt er frá Höskuldi, að hann hafi átt nokkurn þátt í morðinu, beinan eða óbein- an. 'Hann virðist hafa verið frábær skap- festumaður og gáfaður, — allra manna síðastur til að gerast þátttakandi í grimmd- arlegu og tilgangslausu morði. Hins vegar getur hugsazt, þótt ekki verði það sannað, að sumir Sigfússona og skyldmenni þeirra kunni að hafa verið flæktir í málið, þar sem vér vitum af því, sem síðar gerist, að sumir þeirra voru ábyrgðarlausir og svik- ulir. Miklu sennilegri ástæða til þess, að Höskuldur Hvítanesgoði er valinn sem fórnarlamb, er sú, að vinátta milli hans og Njálssona hafi ekki verið jafn heil og sagt var. Bræðurnir kunna að hafa verið afbrýðisamir við Höskuld. Njáll hafði alið hann upp í miklu dálæti eins og yngsta son sinn, verið mjög örlátur við hann og komið honum til mikilla mannafor- ráða. Höskuldur virðist á margan hátt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.