Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 48

Andvari - 01.05.1967, Blaðsíða 48
46 NIGEL BALCHIN ANDVARI ekkja. Norrænir menn virtu mikils konur sínar og sýndu þeim óvenjulegt tillæti, en þeir virðast ekki hafa veriS sérlega rómantískir elskhugar, og mjög fátt er að finna í Islendingasögunum um ástríSu- fullar ástir karls og konu, þó að margt sé þar sagt um hjúskapartryggSir. Ef til vill er þetta í samræmi við þá algengu til- hneigingu sagnanna að segja ekkert frá innra tilfinningalífi manna. Enginn vafi virðist á því, að Hildigunnur hefur unn- að Höskuldi af heilum hug, og vér höfum áður séð, að hún var skaprík kona. Hún var líka af þeirri gerð norrænna kvenna, eins og Bergþóra, Hróðný og Hallgerður, sem taldi, að eina rétta svarið við vígi væri annaÖ víg eða þó helzt fleiri en eitt. Hún vandaði til undirbúnings að fundi þeirra Flosa, og um leið og hún gekk grátandi inn, spurði hún hann blátt áfram, hverrar hefndar eða hjálpar hún mætti af honum vænta. Flosi lofaði henni, að hann skyldi sækja mál hennar til fullra laga, en Ijóst var, að það voru ekki lög, sem Hildigunnur vildi. Hún gekk til kistu sinnar, tók upp skikkjuna Flosa- naut, sem Höskuldur hafði borið, þegar hann var drepinn og hún hafði læst niður gegnvætta í blóði hans. Þá gekk hún hljóðlega að baki hans og kastaÖi skikkj- unni yfir hann, svo að blóðstorkan hrundi um hann, og særði hann að hefna Hösk- ulds eða heita hvers manns níðingur ella. Flosi var auðvitað hrelldur og reiÖur. Hann var ýmist rauður sem blóð eða fölur sem gras. Skikkjunni kastaði hann til hennar aftur og kallaði hana hið versta forað og kvað köld jafnan kvenna ráð. Með þeim orðum kvaddi hann hana og hélt á brott til þess að ráðgast við aðra aðila, sem nú mundu taka blóÖhefndina í arf, — Sigfússonu, bræður Þráins og frændur Höskulds, sem myrtur var. ViÖhorf þeirra virÖist hafa verið að mestu hið sama og Flosa, — þeir vildu fylgja málinu til hins ýtrasta, en með friði og lögmætum hætti. Einn þessara manna, Ketill úr Mörk, var í sérstökum vanda staddur, þar sem hann var frændi Höskulds, en tengdasonur Njáls. Tveir einir úr hópnum vildu grimmilega hefnd, þeir Grani Gunnarsson og Gunnar Lambason, ungu mennirnir tveir, sem SkarpheÖinn hafði verið svo göfuglyndur að gefa líf í bardaganum, þegar Þráinn var felldur. Þeir sýnast alls staðar í sög- unni einkar leiðinlegir piltar, og Flosi hafði greinilega lítið gagn af þeim. Hann sagði þeim opinskátt þá og síðar, að háreysti þeirra væri meiri en hugrekkið og þeir mundu síðar beisklega iðrast þess, er þeir bæðu um. Flosi var nógu vitur til að sjá, að framhald blóðhefndar- innar mundi aðeins enda með ósköpum fyrir alla hlutaðeigendur. Málið kom því fyrir þing, og áður voru báðir aðilar önnum kafnir að safna stuÖningsmönnum sínum og leita lið- veizlu annarra eins og venja var til. Aug- ljóst virtist, að Njálssynir mundu lenda í vanda, því að Flosi, fylgismenn hans og ættingjar og Sigfússynir fylltu mjög öfl- ugan flokk, víg Höskulds hafði mælzt mjög illa fyrir, þótt slíkt skipti kannski ekki miklu máli. Það atriði sögunnar, þar sem bræðurnir og Ásgrímur, vinur þeirra, ganga frá húð til búðar að biðja liðveizlu og stuÖnings í málinu, ber á sér sérstök merki yfirvofandi óskapa. í hverri búð gerist hið sama með litlum tilbrigðum. Ásgrímur biður um liÖveizlu fyrir bræð- urna, og um hana er neitað með tilbreyti- legri kurteisi eða ruddaskap; en í hvert skipti lítur sá, sem liðveizlu er beðinn, á SkarpheÖin og spyr um deili á honum með undarlegu orÖalagi: „Hverr er sá maðr,‘‘ segja þeir, „er fjórir menn ganga fyrri og hefur öxi reidda um öxl?" „Stór maður gjörvulegur, fölleitur og skarpleitur; hann virÖist skjótlegur til karlmennsku, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.