Andvari - 01.05.1967, Síða 49
ANDVARI
ÓBÓTAVERKIÐ
47
þess get ek, at þrotin sé nú hans mesta
gæfa.“ Þessir menn hlutu að þekkja Skarp-
heðin vel í sjón, en með þessum orðum var
skýlaust látin í ljós sú hugsun, að Skarp-
heðin bæri að forðast, af því að gæfa hans
væri þrotin, eins og bræðrunum sjálfum
hafði sýnzt um Hrapp. Þetta var ekki bein
móðgun, en vissulega óskemmtilegt að
láta segja slíkt við sig. Svör Skarpheð-
ins voru eins og jafnan endranær hvöss
og full fyrirlitningar, og sums staðar lá
við að samræðurnar enduðu með bardaga.
Þegar bræðurnir sneru aftur til Njáls, von-
litlir um stuðning, tók hann fregninni
með undirgefni og þessari hæglátu athuga-
semd: „Búð arki at auðnu, til hvers sem
draga vill.“
Enn voru margir áhrifamenn, sem
unnu að sættum, að bætur yrðu greiddar
an þess að málið kæmi fyrir dóm. Flosi
°g fylgismenn hans voru hins vegar á-
kveðnir að ná þeim skaðabótum, sem
lögin leyfðu, þótt þeir vildi firra frekari
mannvígum. Ef málið væri rétt flutt og
sönnuð sök (aðild bræðranna að vígi
Höskulds var ekki álitamál), þá gæti svo
farið, að Njálssynir yrðu dæmdir til út-
legðar og þá mætti drepa þá án allra
umsvifa og án þess nokkurt gjald kæmi
fyrir.
Málið kom fyrir þing, og þeir, sem
uefna mætti vitni sækjandans, sögðu fram
vitnisburð sinn. AS loknum þessum vitna-
leiðslum urðu svik Marðar upplýst. Mál-
svari bræðranna skýrði frá, að Mörður
hefði verið einn af morðingjunum, og
hann var líka sá maður, sem hafði gerzt
smkjandi málsins, sem var auðvitað algjör-
lega út í hött og lögleysa, og þýddi það,
að málinu var spillt. Slægvizka Marðar
hafði hér unnið sigur, en ástandið var
mJög hættulegt. Ef Flosa og mönnurn
hans væri neitað um allan rétt með
óskammfeilum svikum, hlutu blóðugar
deilur að halda áfram.
En þegar hér var komiÖ sögu, gekk
Njáll á milli. Hann sagði, að þótt svo
virtist sem málinu væri komiÖ í óefni,
vildi hann bjóÖa bætur fyrir Höskuld af
hálfu sona sinna. Hann kvaðst fremur
hafa viljað missa alla sonu sína en Elösk-
uldur væri drepinn.
Flosi var nú í vanda staddur. Áður
hafði hann neitaö eindregið að taka við
bótum, og vildi fremur, að málið væri
dæmt á þingi. Nú varð hann hins vegar
að velja milli þess að taka bætur eða
láta Höskuld óbættan og halda áfram
blóðhefndum. Fast var að honum lagt að
taka boði Njáls, og að lokum gerði hann
það — eða hann virtist gera það. AÖal-
ástæðuna til þessarar ákvörðunar kvað
hann vera virÖingu sína fyrir Njáli, og
er það undarlegt, þegar þess er gætt, sem
siðar gerðist.
Báðir aðilar nefndu nú gerðarmenn,
sex frá hvorum, í nefnd, sem átti að kveða
á um bæturnar, og varð nú allt í einu
mikið um vinahót og gagnkvæma til-
litssemi.
Gerðardómsmenn báru nú saman ráð
sín og kváðu svo á, að í bætur fyrir
Höskuld skyldi gjalda sex hundruð silfurs.
Þetta var rnjög há upphæð, — að minnsta
kosti þrisvar sinnum hærri en venja var
að gjalda fyrir menn af háum stigum.
Bætumar voru svo háar bæði í virðingar-
skyni við Höskuld og til þess að gefa til
kynna fordæmingu á vígi hans. Féð átti
ennfremur að greiða þegar í stað á þing-
inu.
Þetta var erfiðleikum háð, því að jafn-
vel auöugur maður eins og Njáll flutti
ekki með sér sex hundruÖ silfurs. En
erfiðleikarnir voru sigraðir með því móti,
að athyglisvert var og mjög merkilegt.
Njáll og synir hans lögðu fram það fé,
sem þeir höfðu meðferðis, en það nam
tveim hundruðum silfurs. Þau fjögur
hundruÖ, sem á vantaði, lögðu gerðar-