Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 58

Andvari - 01.05.1967, Side 58
56 NIGEL BALCHIN ANDVABI á annað borð komnir heim til Flosa; og þar sem flokkurinn hélt dyggilega saman allan veturinn, gat Kári og menn hans ekki annað aðhafzt en styrkja sig sem bezt, áður en málið gegn brennumönnum kæmi til alþingis. Flosi var líka önnum kafinn að leita sér liðveizlu og vílaði ekki fyrir sér að bera fé á menn, því að hann var stór- auðugur maður. Múturnar, smölunin og liðsbónirnar fyrir alþingi voru mjög áþekk- ar og verið hafði, þegar Flosi flutti mál sitt gegn Njálssonum, en með einni ósæmilegri viðbót. Snorri goði hafði borið mikla virðingu fyrir Njáli og þótt vænt um hann. Snorri virðist hafa verið vitur maður, en ekki sérlega vandur að ráðum. í goðastétt var hann einn af embættis- mönnum alþingis og að nokkru ábyrgur fyrir skipulagi þess og framferði. Engu að síður gerði hann leynisamning við menn Kára, þess efnis, að snerist deilan í bardaga, sem allir gerðu eins ráð fyrir, skyldi hann fylkja liði sínu þannig, að Flosi og menn hans kæmust ekki undan og bíða, unz menn Kára hefðu drepið svo marga sem þeir væru borgunarmenn fyrir í manngjöldum og nota síðan menn sína til að ganga í milli. Engan veginn voru þó öll launráðin brugguð af öðrum málsaðilanum, því að Eyjólfur, ráðgjafi Flosa, kom fram með hugmynd í stíl við A. Cheever Loop- hole, svipaða þeirri, sem Mörður hafði notað í máli Njálssona í fyrri málaferlum. Hún var í því fólgin, aÖ Flosi skyldi af- henda bróður sínum goðorð sitt og lýsa yfir með leynd, en fyrir vitnum, að hann hefði sagzt í þing með goða norðanlands. Menn Kára, sem ekki vissu þetta, rnundu vísa málinu til Austfirðingadóms og mundi hægt að eyða málinu, ef því væri stefnt í rangan dóm. Þegar málið kom til dóms, var það varla neitt annað en lögfræðilegar hártoganir af þessu tagi, og þótt sekt hinna ákærðu væri deginum ljósara, fór svo enn, að málin komust á það stig, að ekki aðeins leit út fyrir að Kári og hans menn mundu tapa, heldur var hætta á, að þeir yrðu sjálfir gerðir útlægir með einhverjum lög- krókum. Nú var enginn Njáll til að tala máli réttlætis og heilbrigðrar skynsemi. Menn Kára réðust á flokk Flosa óðir af bræði, og var barizt í návígi, þar sem nokkrir menn féllu og Flosi sjálfur særðist. Flosi og flokkur hans reyndu að komast undan, en Snorri goði varnaði þeim undankomu, eins og hann hafði leynilega lofað, og bardaginn hélt áfram um hríð, unz Snorri gekk á milli og batt enda á hann og hefur líklega reiknað nákvæmlega, hve mörg manngjöld bæri að greiða. Daginn eftir voru menn rólegri í skapi. Hallur af Síðu, tengdafaðir Flosa, gekk nú fram og bauð bætur. Hann hafði áður verið sáttasemjari i deilunni milli Flosa og Njálssona. Kári neitaði strax að taka nokkrum sættum, en aðrir úr flokki hans samþykktu það, nema Þorgeir, frændi Skarpheðins; og Snorri goði tók til starfa að kveða á um, hvaða víg hver skyldi greiða, og hafa fyrri athuganir sjálfsagt létt honum starfið. Svipað uppgjör var gert um brennu- málið. Njáll skyldi bættur þrennum manngjöldum, (það að segja sex hundr- uðum silfurs eins og Höskuldur Hvítanes- goði), og Bergþóra, Grímur og Helgi skyldu bætt tvennum manngjöldum. Skarpheðinn var lagður að jöfnu við Höskuld, og þá mundi honum hafa verið skemmt. Kári neitaði auðvitað bótum fyrir son sinn. Flosi og allir brennumenn skyldu útlægir í þrjá vetur, en verða sekir skógarmenn, ef undan drægist. Það er ánægjulegt að sjá, að Gunnar Lambason og Grani Gunnarsson voru dæmdir í ævilanga útlegð. Þessir útlegðardómar voru óhjákvæmi-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.