Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1967, Síða 67

Andvari - 01.05.1967, Síða 67
MARTIN A. HANSEN: Herman Melville og ,Moby-Dick' Hvalveiðiskáldsagan „Moby-Dick“ kom út 18. október 1851 á Englandi og mánuði síðar í Ameríku. Herman Melville var sjálfur Ameríkumaður, og það voru land- ar hans, sem fögnuðu bókinni bezt. Eng- lendingar voru fúlir í skapi, Melville hafði sneitt að þeim í skáldsögunni, kannski fannst fremstu siglingaþjóð heimsins súrt í broti, er hún komst að því, að ameríski hvalveiðiflotinn væri tíu sinnum stærri en sá brezki, í annan stað voru Englend- ingar vanir öðru berjaskyri, einkum frá Marryat skipstjóra, sem var látinn fyrir aðeins tveimur árum og var hreint ekki svo slakur. Hins vegar mátti kenna nokkurs þjóðar- stolts hjá sumum amerískum bókagagn- rýnendum, er þeir gátu um bókina. Menn höfðu vitað lítið um hin 700 skip og 1900 Kana, sem þjóðin átti á slóðum hvalanna, en nú hafði verið skrifað mikicT söguljóð í óbundnu máli um þessa erfiðu sjó- mennsku á höfum úti. Melville hlaut nokkurt hrós, en einnig hnjóðsyrði fyrir frásagnarhátt sinn, fáeinar hnútur voru honum sendar. En verst var, að bókin seldist ekki. Brátt gleymdist hún, nokkrum áratugum síðar var hún að fullu horfin úr vitund bókmenntafræðinga. Rithöfundar- ferli Melvilles var lokið, mesta skáldrit Ameríku veitti höfundi sínum banasár. 'Herman Melville var 32 ára gamall þegar hann skrifaði „Moby-Dick“, hann var fæddur 1819 í New York. Rúmlega tvítugur fór hann til sjós, var háseti, hval- veiðimaður og farmaður í fimm eða sex ár. Síðan gerðist hann landkrabbi og skrifaði fimm bækur á fimm árum. Hann hlaut nokkra frægð. Sjötta bókin var bezt, en gekk af honum dauðum, það var „Moby- Dick“. Hann reyndi á nýjan leik, en ár- angurinn sýnu verri. Síðan þagnaði Mel- ville. Hann barðist fyrir tilverunni með ýmsum hætti, hafði jafnan kynnst óreiðu allskonar, tilviljunum og áhyggjum. í mörg ár var hann lágtsettur tollari í New York. Það var einmitt á þeim árum, er mannflutningar frá Norðurlöndum færð- ust í aukana. Maður verður að setja sér fyrir sjónir, að Herman Melville, hið mikla gleymda skáld, hafi staðið á bólverkinu og virt fyrir sér, að sumu leyti rannsak- andi, að sumu leyti viðutan, mannamorið á bryggjunni, Karela, Tavastmenn, menn frá Austurbotnum, Nýlandsmenn, sjö bræður Kivis, Alandsbúa, Norðlendinga, Dalakarla, Uppsvía, Gotlendinga, fátækl- inga frá Værend, þungbúna menn frá ströndum Hálogalands, Naumdæli, Jú- víkinga Duuns, Þrændi, Dæli, Fjarða- menn, Hallendinga, Skánarbúa, Sjálend- inga, Fjónbúa, og endalausar fylkingar Sædalamanna Maríu Bregendahls, Jóta, og með vissu hefur hann þekkt þessar manngerðir betur en þær hann, hann hafði kynnzt þeim á hvalveiðibátum og i verzlunarflotanum, hann þekkti þá og for- feður þeirra af afspurn og lestri, virðist hafa talið sig sifjabundinn þessu fólki, kannski ekki að ætterni, heldur af samúð. Síðar erfði Melville svo mikið fé, að hann gat lifað rentumaður í smáum stíl. Það 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.