Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 77

Andvari - 01.05.1967, Side 77
ANDVARl HERMAN MELVILLE OG MOBY-DICK 75 tilverunnar, því lögmáli, sem Maorimað- urinn Queequeg, svertinginn Daggoo og Indíáninn Tashtego lifa í sátt við, þeir eru gæddir meira rólyndi og menningu hugans en hin hvíta áhöfn skipsins. Og enn eina ábendingu er að finna hjá Mel- ville. Það er gamall og slcítugur hval- veiðimaður, sem kemur á fund Ismaels og varar hann við áður en skipið leggur úr höfn, hann heitir Elías. En svo hét einmitt sá spámaður, sem sendur var til að boða refsidóminn yfir hinum gerræðis- fulla Akab konungi. Lengra skal ekki halda. Frá því að hin mikla skáldsaga Melvilles var upp- götvuð aftur árið 1919 hafa menn leitazt við með miklu djúpsæi að túlka söguna allt að grunni. 1 æ ríkara mæli hafa Ameríkumenn og Englendingar rann- sakað höfundinn og íhugulir ritskýrendur hafa komizt, að þeirri niðurstöðu, að „Moby-Dick“ væri stórfelldur táknrænn skáldskapur um menningu vora, vilja- dýrkun hennar og hrun, á líka lund og hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes var upphafin spegilmynd hugmyndaheims- ins á gotneskri öld. Akab skipstjóri og hin æðislega harðstjórn viljans, hvað er þetta annað en tákn hins brjálaða ein- ræðis, gætu menn spurt? Einnig á Norð- urlöndum hafa verið settar fram sjálf- stæðar skýringar á sögunni, ágætustu tilraunina í þessu efni má án efa telja rit norska menningargagnrýnandans Alfs Larsens: „Hin konunglega list.“ Að minni hyggju tel eg, að menn gætu látið sér nægja þær ábendingar Melvilles, sem fyrr voru nefndar, að menn sætti sig við ásláttinn. Þá held eg að menn skilji nóg, ef mönnum á annað borð getur þótt vænt um bókina, það skiptir mestu máli. I stað þess að stara mig blindan á augum og truflaðan í hugsun með því að rann- saka innýfli, taugar og blóðæðar, svo eg ekki tali um að láta sér nægja sálina eina, þá vil eg njóta þess að horfa á hinn sterka líkama þessarar skáldsögu, hið lif- andi hold hennar og blóð, sem falið er undir húðinni og geislar frá sér hlýju og sorg og ótta og gleði að hætti þess, sem er lífi gætt. Og þótt eg gæti aflað mér vizku með því að lima í sundur tákn- myndir skáldsögunnar, þá vildi eg ekki skipta á henni og æskudraumi sögunnar já drengshuga hennar og ferska blæ. Nítján árum eftir útkomu „Moby- Dicks“ birtist skáldsagan „Sjö bræður" eftir Alexis Kivi. Það fór á sömu lund um þá bók sem hina fyrri. Kivi þoldi það ekki, hann slitnaði í sundur og dó brjálaður tveim árum síðar, sveitarlimur. En ef þessir tveir menn hefðu þekkzt og lesið bækur hvor annars! Hvað þeir hefðu hlegið og grátið og látið sér nægja þennan lesandahóp. Karlmennirnir í „Moby- Dick,“ sem þekktu ekki annað en hafið, og bræður Kivis, sem aldrei sáu sjó. Allt er ólíkt með þeim, en hugurinn sá sami. En eins krefjast báðir af lesandanum: þolinmæði og kyrrláts huga. En hversu mikið fá þeir þá veitt mönnum. Hin flugueygða vitund nútímans klýfur og leysir nær allt upp, framar öllu mannlega sál. Það ágætasta hjá hinum miklu skáld- sagnahöfundum, er ekki ímyndunaraflið, ekki háloftaflug hugans, það er dásam- leg gjöf, sem þeim veittist að auki, en að hætti Blichers gefa þeir það, sem vírðist einfaldast, en er þó torgætara en allt ann- að: reiðin er sönn reiði, sorgin er ósvikin sorg, gleðin er gleði, það er raunverulegt. Sr'errir Kristjánsson þýddi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.