Andvari - 01.05.1967, Qupperneq 81
ANDVARI
UNESCO 20 ÁRA
79
þykkti árið 1948. í 26. grein þessarar
yfirlýsingar segir, að hver og einn skuli
eiga rétt á ókeypis barnafræðslu, og
menntun umfram það eftir því sem hæfi-
leikar hans segja til um, en ekki fjár-
hagsleg geta eða staða innan þjóðfélags-
ins. Þess ber að gæta í þessu sambandi,
að í yfirlýsingunni segir ekki, að þetta
sé skilyrðislaus réttur hvers og eins. Slíkt
væri vart mögulegt, heldur verður hann
að byggjast á fjárhagslegri getu hverrar
þjóðar til að kosta þá lágmarksmenntun,
sem barnafræðsla getur talizt; og síðan
getu hvers og eins til að geta notið og
fært sér í nyt fræðslu, þegar til æðri
menntunar kemur. Hins vegar segir í
yfirlýsingunni, að réttur þessi sé almenn-
ur og algildur, þ. e. a. s. að þetta sé
róttur hvers manns sem mannlegrar veru.
Það hefur sem sé verið viðurkennt, að
án uppfræðslu og menntunar geti maður-
inn ekki fært sér fullkomlega í nyt það,
sem í honum býr, hann geti ekki notið
lífsins á eðlilegan hátt og ekki lagt sam-
borgurum sínurn og þjóðfélaginu í heild
það lið, sem þarf til þess að almenningur
geti notið bærilegra lífskjara. Auðvitað
eru enn til þjóðir, einstaklingar eða hópar
manna, sem sökum ójafnaðar fortíðar-
innar gera sér ekki enn fulla grein fyrir
þessu. Langflestar þjóðir heims eru sér
hins vegar þessa meðvitandi, og afleið-
ing þessa hefur orðið hin gífurlega eftir-
spurn eftir aukinni menntun og aukn-
um fjölda skóla á öllum fræðslustigum.
Þess ber hins vegar að gæta í þessu sam-
bandi, að enda þótt réttur hvers manns
til menntunar sé viðurkenndur almennt,
þá jafngildir það ekki því, að slíkt geti
talizt vera krafa, sem beri að viðurkenna.
Slíkt hlýtur jafnan að takmarkast all-
verulega a£ fjárhagsgetu sérhverrar þjóð-
ar á hverjum tíma.
1 annan stað gera þær þjóðir, sem náð
hafa hvað mestum pólitískum og félags-
René Maheu, framkvæmdastjóri Unesco.
legum þroska, sér það Ijóst, að efnahags-
leg velmegun, sem skapast af tæknileg-
um framförum, byggist á víðtækri al-
mennri fræðslu, au'k tæknilegrar mennt-
unar og þjálfunar. Við þetta bætist svo,
að þær þjóðir, sem hafa öðlazt pólitískt
sjálfstæði sitt á þessu tímabili, og þær
telja meir en helming þeirra þjóða, sem
nú eiga aðiid að Sameinuðu þjóðunum
og Unesco, hafa komizt að raun um,
hvert gildi menntun hefur fyrir góða og
farsæla landsstjórn og þátttöku borgar-
anna í opinberu lífi.
Þeirri kenningu hefur sömuleiðis vaxið
mjög fylgi á undanförnum árum, að út-
gjöld til skóla- og menntamála séu ekki
einungis eyðslufé, sem sé glatað um leið
og hver og einn hefur notiÖ þess sem
„neytandi", heldur sé hér miklu fremur
um að ræða fjárfestingu, sem bæði ein-
staklingar og þjóðir í heild eigi eftir að
njóta ávaxtarins af á ókomnum árum.
Þetta eru þá í stórum dráttum orsakir
þeirrar miklu eftirspurnar eftir menntun,