Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 90

Andvari - 01.05.1967, Page 90
88 ÁRNI G. EYLANDS ANDVARl Oslóarsvæðisins um langleiði og með ærnum kostnaði, bæði frá Rogalandi og Þrændalögum, jafnvel norðan frá nyrztu héruðum Norður-Þrændalaga. Hefir mjög komið til orða að ríkið verði að greiða þá flutninga að einhverju leyti, þótt enn hafi það eigi verið gert. Auðvelt væri að leysa vandann með því að flytja inn mjólk og rjóma frá Danmörku og Suður-Svíþjóð, það væri langtum ódýrara heldur en að sækja mjólk um eins langan veg og nú er gert, innanlands. En seint mun verða gripið til slíks innflutnings. Norðmenn leyfa sér blátt áfram ekki að reikna einfaldlega hvað sé ódýrast talið í krónum, þegar um mjólkurframleiðsluna er að ræða. Þeir leyfa sér eigi heldur að ýta undir að byggðir leggist í eyði með því að flytja inn mjólk og mjólkurafurðir, að veikja búskapinn í landinu með inn- flutningi þeirra búvara, sem þeir telja eðlilegt að framleiða innanlands til sjálfs- bjargar. Hinu má þó eigi gleyma, að á- stæður Norðmanna þokast æ meira í þá átt, að þeir þurfi að fara að flytja inn nær allar tegundir búvara. Þannig hefir einn af helztu framámönnum í norskum land- búnaði nýlega farizt orð, og þótt slíkum ummælum hafi verið andmælt harðlega, hefi ég sterkan grun um, að orð hans hafi því miður við rök að styðjast. Þessi mál öll vefjast fyrir ráðamönnum víða um lönd. Nægir að benda á hver þröskuldur búsafurðirnar hafa verið og eru í samstarfinu innan Efnahagsbandalags Evrópu. Eigi þykir ráðlegt að stíga yfir þau markaðsmál til þess að flýta framsókn á öðrum sviðum. Hið sama gildir um Frí- verzlunarbandalag Evrópu, svo sem kunn- ugt er. Þetta væri ástæða til að skýra fyrir íslenzkum neytendum meira en gert er, að vandamálið: samskipti íslenzkra bænda og íslenzkra neytenda, er ekki neitt sérstætt íslenzkt fyrirbæri. Hagfræðingar vorir mættu sannarlega leggja hönd að verki að skýra slíkt fyrir alþjóð manna, vel og ýtarlega. II En víkjum aftur að hinni svo kölluðu „offramleiðslu" búvara hér á landi. Um tvo vöruflokka er að ræða, mjólkurvörur og kjöt, sérstaklega kindakjöt. Þetta tvennt er í eðli sínu mjög ólíkt. Af kindakjöti höfum vér lengstum haft ærið nóg til neyzlu innan lands og oftast verulegan afgang til útflutnings. Sá út- flutningur er því ekkert stundarfyrirbæri. Hann er nú mjög verulegur, um hitt er erfitt að spá, hvort hann muni aukast á næstu árum, standa í stað eða jafnvel minnka. Að styðja útflutning kindakjöts er í eðli sínu hliðstætt því að styðja út- flutning sjávarafurða. Komið hefur fyrir, að það hefir verið gert beint og óbeint, og er enn gert óbeint á ýmsan hátt, þótt ljósar tölur liggi ekki fyrir um það og kostnaðurinn komi ekki fram sem millj- ónatölur á fjárlögum. T) Æskilegt væri að afnema allar útflutn- ingsuppbætur á kindakjöt, og menn láta sig dreyma um það. En ekki munu auð- fundnar leiðir til þess, nema með því móti, að sauðfjárræktin njóti fjárhagslegrai fyrirgreiðslu á einhvern annan hátt. Jafn-stærri fjárbú við betri ræktun jarðar, og hækkandi verð á sauðfjárafurðum til útflutnings, virðast vera helztu möguleik- arnir, og hvort tveggja ætti að vera sækj- andi. Satt að segja virðist verð á íslenzku dilkakjöti erlendis — það sem fæst fyrir það — vera lægra en efni standa til. Síðustu spádómar fróðra manna ganga í þá átt, að innan fárra ára muni verða skortur á kjöti hér í álfu, sér- staklega nautakjöti. Ég mun ekki fara frekar út í þá hluti, en endurtek, 1) Nú er búið að lögfesta útflutnings- uppbætur á skreið og fleiri greiðslur svipaðar vegna sjávarútvegsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.