Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1967, Page 91

Andvari - 01.05.1967, Page 91
ANDVARI BRÉF TIL BÆNDA OG NEYTENDA 89 að bætt túnrækt í beztu sauðfjár- sveitunum er mikið atriði, vafalaust meira en menn gera sér yfirleitt ljóst. Benda má á sem nokkurt atriði, að lög- gjafarvaldið hætti að leggja stein í götu þeirra bænda, sem hafa hug á að taka upp breytta búnaðarhætti, er verða mættu til þess að létta nokkuð á sauðfjárbúskapn- um hér og þar í sveitum. A ég þar við bann við ræktun holdanauta. Vert er að veita því athygli, að í sumum sveitum vofir nú yfir að takmarka og minnka all- verulega fjölda þess sauðfjár, sem reka má á afrétt. Lélegt úrræði er að segja þeim bændum, sem eiga hér hlut að máli, að þeir verði að hafa fé sitt í heimahögum á sumrum. Líklegra væri að gefa þeim kost á að rækta holdanaut samhliða sauð- fjárrækdnni, og fækka sauðfé að sama skapi. Mjólkurframleiðslan og offramleiðsla mjólkurvara er um margt harla ólík fram- leiðslu kindakjöts og útflutningi þess. Þjóðinni er það brýn nauðsyn að hafa næga neyzlumjólk á öllum árstímum. Llm það munu allir neytendur sammála. Eldri menn — og þarf raunar ekki eldri menn til — muna mjólkurskort, vand- ræði og óþægindi margs konar í því sam- bandi, bæði í höfuðborginni og hér og þar úti um land, í minni þorpum og kaupstöð- um. Mjólkurskortur er jafnvel enn eigi úr sögunni, munum Seyðisfjörð og jafnvel Neskaupstað. Lítið má út af bera, svo að þar verði ekki skortur á mjólk. Llitt er svo annað mál, hvort mjólkurneyzla margra Islendinga er ekki úr hófi fram. Svo koma staðreyndirnar: Það er alls eliki hægt að sjá Reykjavík og öðrii mesta þéttbýli á landi hér fyrir nægri mjólk á öllum tímum árs nema um leið sé flutt úr landi nokkurt magn af mjólkurvörum. — Og það án tillits til þess hvaða verð fæst fyrir það, sem út er flutt. En að sjálf- sögðu er það beinhörð skylda þeirra aðila, sem stjórna framleiðslumálum landbún- aðarins og leiðbeina bændum á því sviði, að leggja alla stund á að haga framleiðs- unni þannig, að útkoman af útflutningi mjólkurvara verði sem minnst byrði fyrir þjóðarbúið. Um þessar staðreyndir virð- ast neytendur vera harla ófróðir, enda lítið gert til þess að upplýsa fvrir þeim sveiflur þær á mjólkurframleiðslunni, sem ekki verður við ráðið. Fyrst er að nefna þær sveiflur, sem stafa af mismunandi árferði, en íslenzkur búskapur hefir löngum verið háður tíðar- fari og veðrum, þótt bændur standi nú minna berskjaldaðir fyrir slíku en áður var, þakkað veri aukinni tækni og kunn- áttu á fleiri sviðum, svo og bættum sam- göngum og getu þjóðfélagsins. Eigi bú- skap og mjólkurframleiðslu að vera hagað þannig, að Reykvíkingar t. d. fái nóga mjólk þau ár sem illa árar, þýðir það „of- framleiðslu" þegar vel árar um sprettu og nýtingu o. s. frv. Þetta er þó eigi hið erfiðasta, hinar ár- legu árstíðasveiflur eru verri, og við þær verður lítið ráðið. Ég nefndi áður ástand mjólkurmálanna í Osló og öðrum borgum við Oslófjörðinn. Þar hefir borgarbúum verið bjargað frá árlegum mjólkurskorti á haustin og fram yfir jól með því að flytja mjólk að, um svo langan veg að slíkt er með ólíkindum, og kostnaður þar eftir. Hið sama er nú að gerast hér, að því er nær til neytenda í Reykjavík og öðru mesta þéttbýli við Faxaflóa sunnanverðan. I venjulegum vetrum er ekki hægt að flytja mjólk norðan úr landi til þess að fullnægja Reykjavíkurmarkaðinum. Mjólkurþörfinni hér verður ekki fullnægt haustmánuðina og fram yfir jól nema með því einu móti að framleiða næga mjólk í sveitunum um landið suð-vestanvert, á Suðurlandsundirlendinu og vestur um Borgarfjörð og Snæfellsnes, og jafnvel í Dölum vestur. Af þessu leiðir óumflýjan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.